Frændi minn lenti í því að keyrt var á hann á Hlíðarveginum í kópavogi. Þetta var hjá Digraneskirkju og gaurinn sem brunar í hliðina farþegameginn var 16 ára, með vinum sínum á rúntinum.
Frændi minn sem er að verða pabbi var með konuna sína í bílnum og hún flutt á spítala. Sem betur fer var það bara vegna ofkælingar
útfrá sjokki. Þannig að barnið ætti ekkert að fá neinn skaða af því. Hinsvegar sú afsökun sem drengurinn gaf á þessari Micru var að hann kunni ekkert á bremsurnar. Þannig að hann gaf í, í staðinn fyrir að stoppa. Frændi minn á Toyotunni, tapaði þar með bílnum sínum. Og nokkuð svekktur við þann pakka.
En þessi skilaboð eru til þeirra sem eru 16. Og langar að fara á rúntinn, ekki gera ykkur að fíflum og stofna öðrum í hættu. Því að ef þið kunnið “alveg” á bílinn þá kunnið þið ekkert á umferðarreglurnar. !!