Tætum og tryllum Oft er svo að mann langar nú til að fara með bílinn sinn þangað sem hægt er að nálgast mörk getu hans.

Sjálfur er ég í eilífum vandamálum með að finna mér vegi þar sem hægt er að blússa nokkuð frjálslega án þess að stofna vegfarendum í hættu og helst án þess að hitta á hvítan Opel með röndum…

Það sem kemst næst því að vera þessi auði, hlykkjótti vegur sem mann dreymir um að sigra með endurtekinni æfingu er vegurinn í kringum Nesjavelli. Hlykkjóttur, en a.m.k. fyrir ókunnuga erfiður, varasamur og jafnvel hættulegur. Leiðin er ótrúlega þröng með erfiðum og hættulegum beygjum þannig að maður gerir litlar gloríur þarna. Það vantar einhvern góðan malbikaðann veg með kröppum beygjum og lítilli umferð hérna nálægt Reykjavík… Reyndar vantar bara kappakstursbraut en meira um það seinna. Kannski.

Það er svo komið að ég hika við að segja frá hvar ég hef keyrt til að fá mín “kick” og þeir staðir eru allir hvort eð er of viðalitlir. Meira eins og uppáhalds hringtorg eða aðrein. En allaveganna eru þeir oftast auðir síðla kvölds svo maður gerir sig ekki að fífli eða þaðan af verra.

Góðir lesendur þekkja kannski einhverja staði sem eru upplagðir heimavellir fyrir svona lúða “boy-racers”? Ef svo er ekki liggja á þeim eins og ormar á gulli. TELL US!

Ég býst við að hérmeð sé ég orðinn hetja hjá örlitlum minnihluta lesenda en fíbbl hjá allri rest. So be it. Mig langar bara í miða aðra leið til Planet Oversteer. Annarsstaðar en í PSXunni minni…