Hér ætla ég að fjalla lítilega um Nissan Skyline R33 GT-R. Mikið af upplýsingunum er fengin af tilgreindri síðu neðar í greininni, þar sem ég gat ekki fengið tækifæri til að prófa græjuna sjálfur.

Einnig datt mér í huga að senda inn mynd af bílnum en þið verðið bara að finna hana sjálf því mér finnst NISMO-in sem er uppi núna flottari :D



Útlitið:

Bíllinn er 4675mm langur, 1360mm á hæð og 1780mm á breidd. Þetta veldur því að bíllinn er hærri, lengri og breiðari en forveri sinn R32. Þetta sést greinilega ef bílarnir stilla sér hlið við hlið.
Þrátt fyrir talsverðar breytingar á útliti lítur hann út sem agresífur bíll sem þráir að láta keyra sig hratt.
Frá hlið séð er hann nánast eins og venjulegur coupe bíll, nema, hann er með útvíkkaðar hjólaskálar svo að 17” dekkin sem eru 245 á breidd komist fyrir. Hann er líka með spoiler sem setur ákveðin svip á bílinn.
Innréttingin í bílnum minnir samt ekki á sprotbíl. Hún er nánast eins og í hvaða öðrum fjölskyldubíl nema að þarna eru nokkrir auka mælar og körfustólar. Með aukinni stærð kemur eitthvað sem okkur hávöxnu landar eru þakklátir fyrir, meira rími. Í R32 áttu margir erfitt með að koma fótunum fyrir á gólfinu, sökum þrengsla. Einnig er mun stærra skott sem gerir þennan bíl vel nothæfan sem aðalbíl piparsveinsins.


Vélin:

Sem fyrr er RB26DETT vélin í bílnum og er það á mannamáli 2,6l Twin turbo línu sexa.
Þessi vél er að skila opinberlega 280 hö á 6800rpm en hefur verið mæld 302hö. Ekki er síðan togið af verri endanum en það er 375Nm á 4400 rpm.
Þessum ógnarkrafti er síðan deilt á öll fjögur hjólin með hinu fullkomna fjórhjóladrifi ATTESA-ETS (Advanced Total Traction Engineering System for All - Electronic Torque Split) og 5-gíra gírkassa frá Getrag.

Bremsur, fjöðrun og loftmótsstaða.

GT-R bíllinn er núna með Brembo bremsum sem voru í R32 V-spec bílnum. Það eru 324mm og 300 mm með 4 og 2 stimpla dælum. Bremsuvegalengd úr 115 er 48,5m
Fjöðrunin var bætt lítillega frá R32 bílnum. Svo er endurbætt Super-HICAS fjórhjólastýri en það hjálpat til við stöðuleikann með því að beygja afturdekkjunum til og frá um eina gráðu eða minna.
Loftmótsstaða hefur verið minnkuð. Síðan var settur stillanlegur spoiler að aftan sem bíður uppá 4 mismunandi stillingar. 0°, 6°, 12° og 18°.

V-Spec (victory spesifications)

Það sem munar er 10mm lægri og stífari fjöðrun, endurbætt ATTESA-ETS ásamt öðrum smávægilegum breytingum.

Reynsluakstur:

R33 er ekki aðeins stærri heldur en R32 heldur líka 50kg þyngri sem kemur sér illa þegar um sportbíl er að ræða. Þó er búið að bæta ýmislegt í bílnum svo að höndlingið verður bætt þrátt fyrir aukna þyngd en upptakið versnar. Í standard R33 GT-R Skyline er hann heilar 4,9 sek í 100, en það er 2 sekúndubrotum lengur en R32.
Skiptingin er hárnákvæm, rétt eins og stýrið og gerir það aksturinn ánægjulegri.
Hvað sem að því líður þá er Skyline að verða miklu meiri lúxus bíll heldur en sportbíll. Lengra á milli hjóla, mýkri fjöðrun (samt mjög stíf) en þetta allt vinnur að því að gera þennan bíl meira hversdags bíl en sportbíl. Manni finnst hann ekki eins rásfastur og R32. 17” dekkin valda síðan því að þú finnur fyrir hverri einustu holu eða smástein á veginum.
Eftir smá akstur finnst manni R33 ekki eins mikill sportbíll og R32.

Niðurstaða:

Til að byrja með er þetta ekki svo frábrugðinn bíll frá R32. Hann er fallegri en forverinn og ekki eins mikill “pabbastráks-bíll” og R32.
Hann er með frábærar bremsur, frábæra fjöðrun og allt frábært, manni finnst bara R32 meiri sportbíll.
Aftur á móti þar sem R33 er að tapa í akstursánægju er hann að bæta upp annarstaðar með notagildi. Þannig að kalla mætti R33 Skyline “practical super-sports-car”

Heimild: jpskyline.net




Tæknilegar upplýsingar: (vona að þær verði læsilegar

Layout Front-engine / AWD
Drag Coefficient [cd] 0.35
Curb Weight [lb (kg)] 3373 (1530)
Trunk Space [cu ft. (L)] NA

Overall Length [in. (mm)] 184.1 (4675)
Overall Width [in. (mm)] 70.1 (1780)
Overall Height [in. (mm)] 53.5 (1360)
Wheelbase [in. (mm)] 107.1 (2720)
Track Front [in. (mm)] 58.3 (1480)
Track Rear [in. (mm)] 58.7 (1490)

Steering Rack & Pinion; Speed Sensitive Power Ass.
Turning Radius [ft. (m)] 18.3 (5.7)
Tires front 245/45 ZR17
Tires rear 245/45 ZR17


Engine



Type RB26DETT - Inline-6; Twin-Turbo Charged
Valvetrain dohc 4-valve/cyl
Displacement [cc] 2568
Bore & Stroke [mm] 86.0 x 73.7
Compression Ratio 8.5:1
Redline [rpm] 8000

Max. Power [Bhp at rpm] 280 at 6800 (official) 302 at 6800 (real)
Max. Torque [lb-ft (Nm) at rpm] 271 (375) at 4400
Bhp/Liter 117.6


Gear Ratios



1st 3.214
2nd 1.925
3rd 1.302
4th 1.000
5th 0.752
Final drive 4.111


Suspension



Front Multi Link
Rear Multi Link


Braking



Front - Brakes 324mm ventilated discs with 4-piston calipers
Rear - Brakes 300mm ventilated discs with 2-piston calipers
70 - 0 mph [ft (m)] 159 (48.5)
60 - 0 mph [ft (m)] NA


Performance*



0 - 60 mph [secs] 4.9
0 - 100 mph [secs] 12.9
1/4 mile [secs at mph] 14.0 at 104

Top Speed [mph] NA
Lateral acceleration [g] 0.94



Einnig ber að athuga að með smávægilegum breytingum má tína helling af auka hestöflum og þolir bíllinn óbreyttur 600 hö.
Besti kvartmílutími sem ég veit um er 7,89 á götulöglegum dekkjum (ekki slickum)
Besta upptak 1,7 sek í hundað og sami bíll var með hámarkshraða í 460 km/h (tekið í tyrklandi)

Núna vona ég að einhverjir hafi haft gaman af þessu og getið þið spurt mig ef ykkur vantar að vita eitthvað meira um þennan bíl.

Annað sem vekur áhuga minn og það er að Skyline er ekkert mega bíll óbreyttur. Ég er sekúndubroti lengur að fara kvartmíluna og er með 1,8l turbo.

Einnig langar mig að vita hvort einhver hér inni væri tilbúinn til að kaupa sér svona bíl, og reikna með 95 árgerð ekinn 70 þús og verð >3,0 mills. Þá er ég að tala um sem möguleika, ekki bara að einhverjir væru til í að eiga svona…

Kv. Íva