Sælt veri fólkið hér á Hugi.is.

Mig langar að skrifa hérna smá grein því ég hef verið í nokkurn tíma að láta vissa hluti fara í taugarnar á mér og finnst núna komin tími til að létta á mér.

Ég hef um nokkurt skeið skrifað greinar hérna á Huga, þá helst í kubbinn “undir húddinu” á bílaáhugamálinu, hafa greinar þessar mest fjallað um að útskýra hvernig hinir og þessir hlutir virka í bílum, s.s. túrbínur, yfirstýring/undirstýring, demparar o.fl.

Ég hef fengið fullt af svörum og skilaboðum þess efnis að fólk sé hrifið af þessu framtaki, og þakkar mér fyrir að gefa mér tíma í að skrifa þesar greinar, en ég hef líka fengið fullt af furðulegum athugasemdum frá öðrum aðilum um að ég sé að copy/paste'a greinar mína af howstuffworks.com, og mjög vinsælt virðist vera að benda á einhverjar staðreyndavillur í þessum greinum mínum, en þó án þess að þær séu leiðréttar.

Ég hef fengið þó nokkuð af fyrirspurnum um hvar ég hafi lært það sem ég kann, ég lærði í Bandaríkjunum í skóla sem heitir MMI, (Motorcycle Mechanics Institute) (http://www.uticorp.com/) en er sá skóli einkaskóli í 50% eigu Harley Davidson og 50% eigu Honda, Suzuki, Kawasaki og Yamaha verksmiðjanna.

Þarna lærði ég almennar viðgerðir á mótorhjólum, vélsleðum og sæsleðum og tók líka sér áfanga í tjúningum á 4-gengis og 2-gengisvélum, (t.d. var einn bóklegi kennarinn minn Chief Mechanic fyrir Chevrolet Racing team í Nascar og annar heimsmeistari í Top Fuel Mótorhjóla kvartmílu) (og skólastjórinn þarna var fyrrum heimsmeistari í Moto-Cross,) Ég sat fyrirlestra þarna hjá ekki ómerkari mönnum en Tony Mills framkvæmdarstjóra Dunlopads, (bremsudeildar Dunlop) en hann átti stóran þátt í þróun radial dekkja á Daytona Speedway, Rafmagnskennarinn minn var Mark Hutchinson (seinna framkvæmdarstjóri Yoshimura púst/flækjuframleiðandans).

Hvað er ég að besserwissera hérna í þessari grein hugsar þú sennilega? ég er bara að benda þeim aðilum sem halda að ég sé að copy/paste'a greinarnar mínar frá howstuffworks.com að ég er ekki að þvi, og hef aldrei gert, reyndar finnst mér þessi howstuffworks síða ekkert vera neitt sérstaklega gagnleg þegar maður er að leita að tæknilegum upplýsingum um vissa hluta eins og vélar og vélbúnað, ég hef gaman af því að skrifa þessar greinar því þær gefa mér tækifæri á að rifja upp námið mitt, því ég er ekki að vinna við þetta núna og hef ekkei gert það í nokkurn tíma. Ég reyni að fylgjast eins vel með og ég get, en það læðast alltaf einhverjar nýjungar framhjá mér eins og öðrum, þannig að ég er engin alfræðiorðabók í þessum fræðum frekar en einhver annar, en ég luma á ýmsu samt.

Ég hef fengið slatta af mjög tæknilegum spurningum, og hef svarað þeim flestum held ég eins samviskusamlega sem ég hef getað, en ég hef fengið líka hellinga af skítkasti frá mönnum sem hafa lært í vélskólanum eða í iðnskólanum, og þar er því miður óskaplega gamladags hugsunarháttur oft í gangi, mig langar að taka smá dæmi í því samhengi,,,, í Iðnskólanum er það kennt að raufar í bremsudisk séu til kælingar, (þ.e. raufar sem eru á bremsuhluta disksins, ekki á milli í 2-földum diskum),, ég hef nokkrum sinnum lent í rökræðum um þetta litla atriði, og ég hef alltaf spurt, hvernig geta þessar raufar hjálpað við kælingu þar sem þær eru ekki í “aksturstefnu” disksins? þarna fékk ég nefnilega í skólanum heljarinnar fyrirlestur frá framleiðanda bremsudiska, (Brembo) og ég afrekaði það að fullyrða við fyrirlesarann að þessa raufar væri til að kæla..(og var skotinn í kaf fyrir vikið) en þessar raufar eru til að taka ryk og gums frá bremsuklossunum,, ekkert annað.

Ég er ekkert að segja að ég hafi alltaf rétt fyrir mér, en ef þú hefur athugasemd við það sem ég er að skrifa, leiðréttu mig, ekki bara segja “þetta er bull”.. útskýrðu fyrir okkur hvað var rangt hjá mér og leiðréttu það…

úff,, þetta varð bara heljarinnar grein, en anyways, langaði að koma þessu frá mér og ef þið bílaáhugamenn viljið að ég skrifi þessar greinar mínar þá endilega látið mig vita…

kv
gulag