Ég er ekki alveg viss hvar ég á að setja þetta og þetta tengist bílum nú varla beint en ég læt það allaveganna bara hér.

Mér finnst ekki vera nógu mikið framboð á upplýsingum fyrir þá sem stefna á að læra á bíl og eiginlega of erfitt bæði að komast að heimasíðum kennara og fá upplýsingar um námið yfirhöfuð.

Þegar maður hefur gripið til þess ráðs að spyrja eldri frændur eða frænkur þá virðast þau ekki “muna” hvernig þetta allt saman var eða það var svo langt síðan að þau voru í þessu að það er hreinlega bara ekki víst að það sé ennþá þannig.

Hvernig væri ef einhver duglegur hugari myndu svara hérna og koma með allt ferlið á bílprófinu.

S.s. hve marga tíma kennarar taka í meðallagi, hvernig allt er sett upp, hvort að það eru 5 tímar, ökuskóli A og svo æfingaakstur í meira en hálft ár og svo einhverjir tímar og ökuskóli B eða hvernig er það ?

Málið er að eins og hjá mér, ég þarf að borga mitt bílpróf sjálfur og ég er byrjaður að efast um að ég geti það ef allur kostnaðurinn kemur áður en maður getur fengið sér vinnu í sumarfríinu á næsta ári.

Síðan er önnur spurning hjá mér, veit einhver um góða síðu með upplýsingum um þetta, á flestum síðum sem ég hef skoðað er bara allt of lítið af upplýsingum og voða lítið hægt að græða á því.

Og enn einn hluturinn, ég veit að þetta er ljóskuleg spurning en hvernig eru ökutímarnir, t.d. í fyrsta ökutíma, á maður bara að sitjast inní bílinn og byrja að keyra eða talar kennarinn eitthvað við mann fyrst og segir manni hvernig allt gengur og allt það ?

Icarus