Blessuð og sæl öll!!

Þar sem að löggann er allaf að taka einhverja fyrir ofhraðan akstur
ákvað ég að fræða þá sem nenna að lesa þetta, um radar og radarvara.


K1. Radar
Radar er til í nokkrum gerðum þ.e.a.s tíðnum:
X band: tíðnisvið 10.500ghz-10.550ghz
K band: tíðnisvið 24.050ghz-24.250ghz(notaður hér á landi)
Ka band: tíðnisvið 33.400ghz-36.000ghz(mest notaður hér á landi)

Í aðalatriðum virkar radar þannig: lögreglubílli er kyrrstæður úti í vegkanti, hann sér bíl nálgast óðfluga og situr radarinn á “stand-by” þegar bíllinn er kominn nógu nálægt “skítur” hann á hann, geislinn skellur á bílnum. Bíllinn endurkastar geislunum til baka og radarinn tekur við þeim. En ef lögreglubíllinn er á ferð meðan á radarmælingu stendur reiknar radarinn út hraða lögreglubílsins og dregur það frá.
Við getum hugsað okkur radar lögreglunar sem ljósgeisla, geislinn sem radarinn sendir út breikkar eftir því sem hann fer lengra líkt og geisli vasaljóss, en t.d dæmis má nefna að radargeisli í 300 metra fjarlægð frá lögreglubíl er orðinn á breidd við þrjár akreinar.
Þetta skýrir afhverju lögreglan getur ekki “veitt” einn bíl fyrir ofhraðan akstur úr mikilli bílaumferð með þessari tækni.

K2. Laser

Með laser-tæknini getur lögreglan “veitt” bíla upp úr mikilli umferð. Laserinn heldur lögun sinni 5 sinnum betur en radar, í 300 metra fjarlægð er laserinn á stærð við rúmlega hálfa akrein. Lögreglan hér á landi notar ekki laser við hraðamælingar. Laser er ekki mjög algengur í hraðamælingum.

K3. Radarvarar

Radarvarar eru til í mörgum útfærslum, stærðum og gerðum. Þeir flottustu bjóða uppá margar tegundir tíðnisviða X-K-Ka-Vg2-sa og laser. Það eina sem er nauðsynlegt hér á landi er K og Ka. X-tíðnina eru menn nánast hættir að nota um heima allan fyrir utan nokkra íhaldsama í Ohio og New Jersey.
Vg2-tíðnin er notuð af lögreglunni í ríkjum (þar sem radarvarar eru bannaðir) til að finna radarvara með því að nema örfínar tíðnisveiflur sem radarvarinn sendir frá sér.
Sa- stendur fyrir “safety alert”. Sjúkrabílar og aðrir sem þurfa forgang í umferðinni geta sent með ákveðnum búnaði geisla á þessari tíðni og þá pípir radarvarinn hjá bílunum fyrir framan og þá vita þeir að sjúkrabíll eða annað sem þarf forgang er á ferð.
Laser er ekkert notaður hér á landi.

Radarvari í dag er ekki tæki til að treysta á. Fyrir 6-7 árum voru radarvarar undra tæki og þú heyrðir alltaf í honum löngu áður en þú mættir lögreglunni. Í dag er það ekki þannig. Lögreglan hefur radarinn núna á stand-by. Í stand-by er radarinn tilbúinn til notkunar og er ekkert að senda frá sér nein nemanleg merki, en þegar bíll nálgast er löggan tilbúinn með fjarstýringarhnapp í hendinni. Löggan ýtir á takkann og búmmm radarvarinn þinn pípir ennn það er of seint, radarinn hefur nú þegar náð þér á ólöglegum hraða…..SEEKTT. En þú getur þó treyst radarvaranum ef þú ekur á eftir bíl og þið báðir á yfir 100km/klst radarvarinn pípir og þú hægir niður og haha löggan náði þér ekki bara bílnum fyrir framan :)

Hraðamyndavélar eru margar þannig að það eru tveir nemar staðsettir í vegkantinum með ákveðnu millibili, ef þú ert of fljótur á milli þessara nema smellist mynd af þér.
Það væri gaman að heyra frá fólki sem hefur verið tekið af hraðamyndavélum og segja okkur hvar það var þá.

Í lokinn er rétt að minnast á að tæknin er sífellt að aukast á þessu sviði sem og öðru, í dag er hægt að beina tæknilegustu radarbyssunum útí umferðina og radarbyssann segir þér hvaða bíll ekur hraðast. En þetta er ennþá mjög dýr búnaður sem fáir eru með og EKKI löggan á Íslandi.

En keyrum annars bara löglega þá þarf þetta ekki.

Zimmmi