Hvað um fornbíla? Ástæðan fyrir skrifum þessarar greinar er sú að mig langar til að heyra hvað ykkur hinum finnst um “fornbíla”. Ástæðan fyrir gæsalöppunum er sú að skilgreiningin á fornbíl er bíll sem er orðinn 25 ára og ég á erfitt með að kalla VW Golf GTi fornbíl. Hvað um það, ef einhver hefur betra hugtak látið það flakka! Sjálfur hef ég engan sérstakan áhuga á fornbílum, ég hef bara áhuga á góðum (sport)bílum og það vill svo til að sumir eru gamlir. Ég ætla þess vegna að henda hérna upp stuttum lista með þeim 10 fornbílum sem mig langar mest í þegar þetta er skrifað. Hverflyndur, ég? Það skal taka fram að þessi listi er mjög snöggsoðinn, endilega segið hvað ykkur finnst, ég hef örugglega gleymt einhverju draumatryllitæki. Listinn er í engri sérstakri röð, það væri ALLT OF erfitt!

1. Ferrari Daytona - Fallegasti FR Ferrari-inn!
2. Lotus Elan - Getur ennþá sýnt nútíma bílum nokkur trix!
3. Porsche 911 2.7 RS (eða 2.8 RSR) - Hreinni, hrárri, hraðari!
4. Jaguar XJ6 4.2 - Fallegasti sedan. Snöggur og hlaðinn sjarma.
5. Datsun 240Z - Fallegasti japanski bíllinn, sigurformúla.
6. Ferrari 308GTB - Fallegasti MR Ferrari-inn, ljúfur.
7. Volksvagen Golf GTi - Sá fyrsti, hrein klassík, hreint fjör.
8. Citroen SM - Maserati V6 í geimskipi á fjórum hjólum.
9. (Ferrari) Dino 246 - Eee… sama og 308?
10. Lotus Cortina/Ford Cortina Twin Cam (MkII) - Eee… mig langar?

Þessi listi bendir kannski til þess að ég sé yfirborðskenndur þar sem útlitið heillar við flesta bílanna. Þeir eru hinsvegar allir á einn eða annan hátt rómaðir akstursbílar þannig að kannski er listinn (og ég) dálítið einsleitur. Einn bíll sem komst ekki inn finnst mér ég verða að nefna og það er Mini Cooper, algjör snilld. Ég gæti haldið áfram: Jaguar E-Type… en þannig er náttúrulega svindl. Það sem hinsvegar vantar áberandi inn á listann er tvennt: Annarsvegar “alvöru” stór GT eins og t.d. Jensen eða Monteverdi. Ég er bara veikur fyrir stælnum og miklum mælaborðum með svona mörgum flugvélarofum í… Hinsvegar alvöru amerískan fleka eins og t.d. Buick Riviera vegna þess hve mikinn sjarma þeir óneitanlega hafa.

Hvað finnst ykkur um gömlu “hræin”?