Góðan daginn góðir hugarar!!

Ég veit ekki hvar ég að setja þetta svo ég set þetta bara hér, fannst þetta vera besti staðurinn.

Hér ætla ég að segja frá litlu bílslysi sem gerðist um daginn við manneskju sem mér þykir alveg rosalega vænt um ! Hana systur mína, hún er bara 18 ára:)


Svona gerðist þetta..

Seint á laugardagskvöldi… !!

Hún var að keyra í Hafnafirðinum, var á svona mótum þar sem bílar fara beint í gegnum veginn. Hún leit í kringum sig en sá ekki neinn einasta bíl, þannig að hún fór auðvitað bara af stað. En allt í einu kom stór jeppi og klessti beint á hana (smass:P).

Lögreglan kom og hringdi beint heim til okkar og spurði eftir pabba, sagði honum svo að dóttir hans væri lent í bílslysi og væri á leiðinni á sjúkrahús með sjúkrabíl. Pabbi auðvitað drífði sig eins og hann gat í bæinn. Eftir u.m.þ 1 og hálfan tíma hringdi hann og sagði að það væri allt í lagi með hana, með nokkur ör og illt í hálsinum!

Næsta dag hringdi svo lögreglan og sagði okkur að það væri búið að ganga frá öllu, sagði okkur líka að hún hafi verið rosalega heppin að lifa af, alveg Rosalega heppin!

Þetta kenndi mér allavega að maður á að þakka á hverjum degi fyrir það sem maður á og elskar!! Það munaði ekki miklu núna að ég myndi tapa einu sem ég elska rosalega mikið!!

Kv. Lovebird
- EgóTripp!