Ég var að keyra norðaustur síðustu viku, það var blinbylur og allt þakið í snjó á vegum landsins, allavega austan við akureyri.
Ég fékk bílin hanns Pabba lánaðan(Minn var enn á sumar sköllótum dekkjum). Það er MB 250d. tiltölulega stór bíll. hann var á nöglum og altilagi með það.

En svo þegar við vorum kominn út á Melrakkasléttu þá bættist við vindur og ég hægði á mér. þegar ég var kominn niður fyrir 60km/h þá kom allt í einu þessi gustur beint á hliðina á bílnum og *PANG* hann missir grip að aftan og fer til hliðar. Sem betur fer var ég á miðjum veginum og hafði nóg pláss sitt hvoru meginn.

En það sem ég geri næst er auðvitað það sem okkur er kennt í ökuskóla. stýra á móti og ekki negla niður.
Okey, en við skulum hafa eitt á hreinu. Þó maður viti þetta þá er þar með ekki sagt að maður gregðist rétt við, líkamin þarf að vita þetta.

Og hér kemur að titlinum, ég þakka Gran Turismo leiknum mikla fyrir, ég hef nefnileg ekki lent í svona aðstæðum fyrr, ég er bara búinn að keyra framhjóla drifna bíla í snjó, og þekki minn eigin mjög vel. Ég hef ekki mikið keyrt í snjó. hvað þá á svona sleða.

Ég vill segja það að þar sem maður spilaði svona mikið af þessum leik þá hafi reynslan færst yfir á raunverulegar ástæður, og “líkamin” hafi munað hvað skal gert. Ég nefnilega “horfði” á hendurnar þeytast fram og tilbaka á stýrinu, ekki hugsaði ég “ó, ó. best að gera eins og kennarinn í ökuskólanum sagði, beygja á móti, ekki negla.” heldur kom þetta bara sjálfkrafa.
Þannig séð bjargaði þessi leikur(ef þessi ályktun er rétt) bílnum og kanski lífi mínu og konunar(reyndar hefðum við bara verið föst þarna í nokkra klukkutíma og beðið eftir björgunar sveitini)

Takk

Kv Davíð
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil