Bíla sagan Hér er sagan um næstum allt sem ég hef lent í með bílinn minn.

Bílinn minn er snilld (þegar að hann er ekki bilaður) bílinn sem hér er um að ræða er Nissan Sunny 2.0 GT-i. Ég keypti bílinn ekkert fyrir neitt allt of löngu (í byrjun sumarsins) og þá var hann keyptur með smá gangtruflunum, þetta var mjög smávægilegt, og ekkert meir með það en bodyið er eitt það besta á landinu og allt annað var allt mjög gott í bílnum, allt rafmagn og allt í lagi. Í heildina mjög góður bíll.

Þessi bilun var ekkert að böga mig neitt í fyrstu en samt alltaf leiðinlegt að vita af því að bílinn hjá manni er bilaður.

Fyrst var haldið að það þurfti bara að stilla hann, það var haldið að hann hefði hoppað á tíma og var bara vitlaust stilltur. Þegar að það kom í ljós að hann var alveg rétt stilltur þá var bara látið hann á FYRSTA verkstæðið. Bílnum var skilað strax aftur og sagt að fara með hann á eitthvað verkstæði sem sér hæfði sig í skynjurum og rafmagni í Nissan bílum.

Verkstæði númer tvö (Toppur uppá Höfða) mældi alla skynjara og mest allt rafmagn sem kom nálægt innspytinguni. Kostnaður 15000 kr. og EINGIN árangur, það eina sem þeir gátu sagt mér var að vatndælan var byrjuð að leka.
Eftir að frændi minn var búin að tala við nokkra var okkur sagt að athuga hvort heddpakkningin væri farin. Það var gert og hún var í lagi.

Ég var alveg kominn með leið á þessu vinur minn bauð mér annan Sunny GT-i á litið sem ekkert og ég áhvað að skela mér á hann og skipta um vél og rifa allt sem ég gat notað af honum í varahluti. Þar með eignaðist ég varahluti uppá ég veit ekki hvað mikið.

Eftir að það var búið að skipta um vél og ná bílnum í gang kom í ljós svolítið, það var bensin dælan sem hafði verið biluð eftir allt saman. Ég pældi ekki einusinni á því að athuga hvort hún væri í lagi því Toppur (verkstæði númer tvö) sagði að allt bensin flæði vari allt í lagi. Ég varð allvegna brjálæður þegar að ég heyrði þetta, ég reyndi að kæra þá en þeir vildu ekkert kannast við þetta og sögðust ekkert hafa athugað bensin flæði eftir allt saman. Þannig að ég gat ekkert gert.

Þegar að það var svo búið að setja dæluna í bílinn og gera allt klárt var hann allavega frábær, 150 hestar að toga þessa tík áfram.

Mánuð eftir að allt var komið í lag kom svolítið uppá, svolítið STÓRT. Það fór skina (skrúfu skina) í tannhjólið hjá tímakeðjunni og gjörsamlega hakkaði vélinni. Þessi skina var síðan að strákurinn sem seldi mér bílinn sem ég reif niður í parta hafði verið að skipta um ventlaloks pakkningu og mist eina skinu ofaní blokkina.

Þetta var nú ekkert mikið áfall því ég átti alla varahlutina og gat gert þetta “sjálfur” og þá var sett ný heddpakkning og annað hedd (ALLIR ventlarnir í seinasta heddi beygluðust).

Nú er bílinn loksins komin í gott stand í fyrsta skiptið síðan að ég fékk hann (það þarf reyndar að stilla kveikjuna).

Hefur einhver þarna úti lent í svona \“geðveiku\” veseni með bíl sem þið eruð ný búin að kaupa???

P.S. Núna er bílinn til sölu vegna peninga vandræða.

Myndir af bílnum er að fina á eftir farandi slóð.
http://www.cardomain.com/id/eina
Með fyrirfram velvirðingu fyrir stafsetningarvillur.