Daginn!
Ég ætla að segja frá bíl sem alltof fáir kunna deili á. Það er eðal-ítalskborinn bíll sem var framleiddur af Lancia á árunum 1979 til 1995. Lancia Delta var fyrst hugsaður sem lítill borgarbíll með 1300cm3 vél og myndi fara með 5 farþega þangað sem þeir vildur með lítinn tilkostnað. Bíllin tók fljótt að breytast og um 1986 var komin í bílinn 2 lítra vél með túrbínu sem skilaði 175hö og fjórhjóladrif og hröðun upp á 6,9 sek í hundrað. Þessi nýja útgáfa var kölluð Lancia Delta HF Integrale og fóru Lancia menn í rallið með hana.
Hægt og bítandi þróaðist bíllinn í að fá meiri brettaútvíkkanir og stærra húdd og stærri túrbínu og millikæli. 1992 árgerðin af Lancia Delta HF Integrale var 205hö og endanlega útlit á body bílsins var komið í ljós.
Seinna á árinu kom svo Evoluzione útgáfa með 215hö vél og hröðun upp á 5,8 sek í hundrað. Þessi bíll er sagður af þeim sem hafa keyrt hann vera allra besti akstursbíll sem hægt er að fá undir 10 milljónum og sagður slá léttilega við bílum einsog Ferrari Testarossa, Ferrari 355 og Porsche 911. Seinasta útgáfan af þessum bíl var Lancia Delta HF Integrale Collezione sem framleidd voru 250 stykki af og fóru langflest til Japans. Sá bíll var með 260hö vél og hefur hröðunin verið í kringum 5 sek í hundrað.
Lancia Delta var heimsmeistari í rallý 5 ár í röð frá 1988-1992 og er það met enn óslegið og verður örugglega seint. Hætt var að framleiða Deltuna árið 1995 og hafði hún þá verið í framleiðslu óslitið fra 1979 með nánast sama body en ótrúlega akstureiginleika. Því miður er orðið erfitt að kaupa Deltur sem eru í góðu ástandi nema á töluvert háu verði eða í kringum 20.000evrur fyrir 92-93 árg. Einn bíll af þessari gerð er á Íslandi, Lancia Delta HF Integrale árg 1987, glæsilegur bíll.