Góðan dag!

Mér finnst rúntmenning höfuðborgarsvæðisins hafa dvínað. Það eru fleiri á þeirri skoðun. Ég man til dæmis eftir því þegar við félagarnir sátum í rúman klukkutíma á leiðinni niður laugarveginn um eitt leytið á laugardagskvöldi. Ekki endilega að það sé það sem flestir óska en gefur ágætis mynd af því hvernig umferðin var. Síðustu rúntar hjá okkur á þessum tíma hafa verið
“treinaðir” upp í korter. Hvað er málið, nennir fólk ekki að rúnta lengur? Er það ekki talin góð skemmtun lengur að rúnta með góðum kunningjum fram eftir nóttu?

Bensínkostnaður hefur líklega sett mark sitt á þessa menningu sem var mér og öðrum frekar kær. Þegar ég byrjaði að rúnta kostaði líterinn 67 krónur í sjálfsafgreiðslu, en ég ætla ekki að væla
undan þeim kostnaði hér, heldur langar mig að forvitnast um hvað það er sem 17-18 ára unglingar gera sér til skemmtunar um helgar, þegar áfengi er ekki haft um hönd.

Mig langar líka að kanna áhuga á því að bílahugarar mundu hittast eins og eitt laugardagskvöld í mánuði og taka rúntinn saman.
Þá væri hægt að hittast á fyrirfram ákveðnum tíma á fyrirfram ákveðnum stað og tekinn fyrirfram ákveðinn rúntur. Þessum uppákomum væri sniðugast að verði í samráði við admina.


Ég vonast til að heyra frá sem flestum, og óska rúntmenningunni góðs gengis!

Kv. Gummi