Ég verð að viðurkenna að auglýsingin frá SP fjármögnun, (Landsbankanum) fer alveg óskaplega í pirrurnar á mér, þar er ungt fólk sem skammast sín fyrir að sitja í gömlum bíl.
Ég er búinn að eiga marga gamla bíla, en aldrei keypt mér nýjan bíl þó ég hafi oft haft tækifæri til þess, skilaboðin frá $P fjármögnun eru þau í þessum auglýsingum að sumir hafi það “stolt” að láta ekki sjá sig í gömlum bílum… svei þeim…

Sjáum svo í gamni hvað þetta “stolt” getur kostað einstaklinginn..

Tökum venjulegan Honda Civic frá Bernhard Vatnagörðum,

Civic 1.6i LS VTEC - 4 dyra - 110 hö Verð kr. 1.849.000,-
Hjá SP fjármögnun þarftu að borga kr. 554.700 út í bílnum.
Þú borgar svo rest á 36 mánuðum eða meðalgreiðslu á mánuði kr. 43.082,- (í allt kr. 1.550.966,-)
Þarna er bílverðið komið úr kr. 1.849.000,- upp í kr. 2.105.666,-

Ok, en þar er ekki nema hálf saga sögð..eftir eru afföllin ógurlegu.. (mundu að ég er að benda á hvað kostar að kaupa NÝJAN bíl á bílaláni)
Skv. FÍB eru afföllin á þessum bíl kr. 263.500,- á ári, eða kr. 790.500,- á þessum 3 árum sem þú ert að borga SP fjármögnun bílinn, þ.e. ef þú ætlar að selja bílinn eftir þessi 3 ár máttu gera ráð fyrir að fá kr. 1.058.500,- fyrir Honduna.. !!!!
Og það þarf engan snilling til að sjá að á þessum 3 árum ertu búinn að “tapa” kr. 1.047.166,-..

Nú er spurningin, er ekki gáfulegra að kyngja “stoltinu” og fá sér bíl á þessar 554.000 krónur sem þú borgaðir út í Hondunni og eytt 1.500.000 krónum í eitthvað gáfulegra? ég bara spyr?

það væri nú hægt að fara í allnokkrar heimsreisur fyrir þennan aur… :)