Jæja nú líður senn að því að ég kaupi mér fyrsta bílinn minn og ég vil vanda valið! Ég ætla mér ekki að kaupa neinn milljónabíl heldur bara byrja ódýrt og vinna mig svo upp þegar ég er orðinn þroskaðari ökumaður :)

Og þá er spurning, hvað á maður að kaupa ? Ég er mest að spá í notuðum bíl, og er t.a.m. búinn að finna einn BMW á bill.is, en hvernig bílar eru BMW? Bila þeir oft ? Sjaldan eða aldrei ? Og eyða þeir miklu ?

Ég hef ekki gert upp hug minn, og allar hugmyndir og ráðleggingar frá mér eldri og vitrari mönnum eru vel þegnar!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _