þú átt þrjár milljónir... (segjum sem svo) Jæja, nú ætlum við að skella okkur í smávegis hlutverkaleik!

Þér áskotnuðust nýlega þrjár milljónir í íslenskum krónum, og hvað gera menn þá? Nú þá er auðvitað keyptur bíll!

Leikreglurnar eru þær að miðað er við verð bílsins án aukahluta. Bíllinn má vera nýr eða notaður.

Ágætis byrjunarreitur er listinn yfir bílaumboð og sölur á leit.is: http://www.leit.is/flokkar/bilar.asp

——————-
Nokkrir bílar sem ég myndi skoða:

Impreza turbo:
Mjög skemmtilegur bíll, því er ekki að neita. 218 hestöfl og fjórhjóladrif eru sterkir kostir, og í ofanálag er hann nokkuð praktískur.
Það fyrsta sem ég myndi setja fyrir mig er að hann er ekki nógu eigulegur. Góður búnaður fyrir verðið sem er um 2.7 milljónir, ódýr hestöfl. Innréttingin er karakterlaus, mikið plast og japanska fjöldaframleiðslu lyktin allsráðandi.
En hestöflin eru freistandi, mjög freistandi.


Lexus IS200:
Auðvitað yrði beinskipti bíllinn fyrir valinu, einn skemmtilegasti gírkassi sem ég hef nokkurntíma prófað!
Svolítið kraftlaus fyrir verðið, sem er tæpar 2.7 milljónir. Fyrir sama pening er hægt að fá nýja turbo Imprezu, og þá held ég að spurningin sé ekki hvort heldur hvenær. En IS200 er óneitanlega fágaðri bíll en Imprezan, við erum að tala um Lexus hérna! ..of kraftlítill fyrir minn smekk samt.


Toyota Celica 1.8 gtS:
Þetta er 180 hestafla týpan af Celicunni, sem býðst í sérpöntun frá og með næsta sumri.
Ef marka má skemmtanagildi 140 hestafla Celicunnar, þá verður þessi allsvaðalegur í akstri. Celican er frábær bíll, og býður upp á jafnvel skemmtilegri aksturstilfinningu en turbo Imprezan, þökk sé frábærum gírkassa og yfirburða fjöðrun.
Þessi bíll þjáist af sömu einkennum og Imprezan, leiðinlegri innréttingu og plastkeim. Þetta getur haft mikið að segja þegar kemur að akstursánægju, og er verulega stór punktur fyrir mitt álit.
Sæmilega praktískur, og kemur eflaust til með að kosta vel undir 3 milljónum, jafnvel á 2.5 milljóna svæðinu.
Mig hlakkar til..!


Alfa Romeo 156 v6:
Með 6 gíra kassanum án nokkurs vafa! Selespeed Schmelespeed segi ég nú bara..
Alfa Romeo 156 er eigulegur bíll hvar sem á hann er litið. Hönnunin er hrein list að utan sem innan, þvílíkur karakter! Hann hefur það sem áðurnefndum japönsku bílunum vantar, og það er stíll&karakter, bæði í innréttingu sem og boddíi.
Alfan er á sama leveli og Celican hvað aksturseiginleika varðar, kvikur með eindæmum í stýri og fjöðrunin eins og í pjúra sportbíl.
Bremsurnar yrðu það fyrsta sem ég myndi skipta út, þær eru hreint og beint lélegar og alls ekki í samræmi við allt annað í bílnum.
V6 vélin er án efa skemmtileg, og engra vonbrigða að vænta af henni.
Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort bilanatíðnin sé há í þessum bílum. Ég myndi persónulega ekki búast við japönskum áreiðanleika, en það yrði ekkert vandamál þannig séð. Bíllinn hefur þannig karakter, að ef hann bilar, þá myndi ég líklegast vorkenna honum í stað þess að verða fúll :) Hann er líkur bróður sínum Ferrari í þessum málum, þrátt fyrir bilanatíðni er fólk ekkert að kvarta.
Dökkgrænan með momo stýri og 6 gíra kassa fyrir mig takk!


..ég myndi semsagt kaupa Ölfuna, ekki mikill vafi þar á ferðinni.
Ekki hef ég tíma né þol í að nefna fleiri bíla að svo stöddu, en endilega bætiði við. (t.d nefndi ég engan bmw…)