Sælir/Sælar

Ég var í dag að prufukeyra MR2 eftir að frændi minn hafði hælt þessum bíl nokkuð eftir lestur á EVO.
Ég hef alltaf verið frekar mikið á móti þessum bílum miðað við hvað ég hef lesið svo ég ákvað bara að skella mér í reynsluakstur. Þessir bílar eru frekar sportlegir í útliti þó að deila megi um hversu flott það er. Mér finnst það aftur á móti ágætt.
Það að keyra þennan bíl hafði marga kosti í för með sér, en líka marga galla.
Bíllinn er búinn 1.8L vél sem er að skila 140 hö. Allt í lagi útaf fyrir sig, en mjög slæmt þar sem sama árgerð af 1.8L celicu er 190 hö. Krafturinn er ekki að skila sér mjög vel og getur það verið vegna þess að hann er með frekar hátt gíraðan kassa.
Það er í bílnum mjög skemmtilegur 5 gíra kassi sem er með stuttar skiptingar og lipur. Það vekur athygli hjá mér hvað mér fannst hann hátt gíraður miðað við það að þetta er ein af tilraunum toyota til að gera sportbíl. Mér fannst hann líka allt of kraftlaus.
Það að þessi bíll var með vélina í miðjuni og afturdrifinn átti ég von á jafnri þyngdardreifingu og þar með að hann lægi eins og klessa í götuni. Ó nei, mér fannst hann alltaf vera út um allt og ekki gaman að keyra hratt í gegnum begjur.
Pláss inní bílnum mjög takmarkað og fannst mér framrúðan of lítil þannig að sjónsvið upp á við var skert.
Það kom mér því ekki að óvart eftir reynsluakstur, að umboðið á 4 af 7 bílum sem til eru á landinu.
Mér finnst að ef þér finnst bílinn flottur og keyrir hann bara á laugardögum niður laugarveginn þá er hann fínn. Annars ekki.

Ívar

P.s. ég prufaði gulan MR2 með fast&thefurius límmiðum (plebbalegt)