Ég hef verið að spá í því hvernig félagar í Kvartmíluklúbbnum nenna að standa í þessum aðilum.
Það á greinilega að vera 35 km/h á klst. á öllum götum á Íslandi og þá verða þessir aðilar fyrst ánægðir.
Tryggingafélögin vilja einfaldlega skrúfa fyrir allan hraðakstur, þ.m.t. á kvartmílubraut Klúbbsins.
Tryggingafélögin halda því fram að með því að hafa opnu æfingarnar að þá séu klúbbfélagar Kvartmíluklúbbsins að ýta undir og jafnvel hvetja til hraðaksturs. Ég skil ekki hvernig þeir fá þetta út því þessar opnu æfingar eru einmitt hugsaðar út til þess að þjóna þveröfugum tilgangi.
Margir adrenalín sjúklingar eru til og fær fólk þessi “adrenalín kick” úr misjöfnum aðstæðum. Fólk fer í teyjustökk, fallhlífarstökk, fjallaklifur, vélsleðar, hraðakstur, spíttbátar og svo má lengi telja.
Af hverju ekki að stirkja Kvartmíluklúbbinn til þess að hægt sé að gera aðstöðuna enn betri?
Af hverju ekki að gera braut sem bæði er hægt að keyra hratt og jafnvel keppa á? Einhverskonar Grand Touring braut.
Hraðaksturinn af götunum og ökuþórar gætu fengið sín “kick” löglega og án þess að stofna lífi annarra ökumanna og farþega í stórhættu með glæfralegum rallakstri á götum borgarinnar.

Tryggingafélögin hafa að geyma marga miljarða, en vilja ekki hugsa um að styrkja aðstöðu eða mót. Vilja miklu frekar fara í auglýsingaherferðir og planta skiltum um allan þjóðveginn til að vara mann við, eins og maður viti það ekki?
Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum hafa auglýsingar sem sýna fólk í hjólastól eða látið eða svona skilti með stikkorðum afskaplega lítið að segja. Það er mjög tímabundið hvað þessar auglýsingar virka ef þær virka á fólk yfir höfuð (einstaklingsbundið).
Þetta finnst mér peningaeyðsla og ekkert annað, þeir ætlast til þess að maður aki um götur borgarinnar á 35 km/h á klst. og ekki km hraðar.
Hvað hefur maður að gera við 440hö V8 bíl eða turbocharged japana þegar maður má ekki nota tækin?
Skotveiðar eru leyfðar á ákveðnum svæðum, afhverju ekki hraðakstur?

Kvartmíluklúbburinn hefur ekki auðveldlega fengið að tryggja keppnisbíla gegn þriðja aðila.

Tryggingafélögin og olíufélögin fara bara svo afskaplega í taugarnar á mér og svo eftir þessar samráðsumræðu (sem maður vissi af allan tímann) þá hefur hatur manns á þessum okrurum bara aukist.