Lotus Elise Árið 1996 kom á markaðinn lítill hrár sportbíll frá Lotus sem þeir kölluðu Elise. Þeir höfðu upprunalega áætlað að selja um 500 bíla á ári en eftir mikla fjölmiða umfjöllun um bílinn var allt uppselt og kominn tveggja ára biðlisti áður en um langt leið. Bíllinn var kallaður gokart bíll götunnar og fleira, þessi bíll þótti skilgreina sportbíla eins og þeir áttu að vera. Samt það voru gallar, þeð er ekkert sem heitir hinn fullkomni bíll. Hann leit út eins og nýtt leikfnag frá Fisher Price og var ekki nógu “vondur”, hann var með spastískta blæju svo vægt sé til orða tekið, og innréttingin var 100% “minimalism”. Samt var þetta algjör gimsteinn.
En Lotus virtust hafa skotið sig í fótinn með því að gera bíl fyrir Opel sem er kallaður Opel Speedster, sem er byggður á Elise grindinni. Hann þótti skáka gömlu “Lísunni” í flesta vegu, nema kannski í virðingu í sambandi við merkið á húddinu.
Nú í september sýndu Lotus loksins nýja “Lísu” eða Elise 2000. Þessi nýji bíll er eiginlega sá sami og gamla “Lísan” nema hvað allri uppsetningu hefur verið breytt til muna. Þeir hafa lækkað bílinn um 10 mm og sett hann á hærri dekk, en mjórri að framan. Dekkin að þessu sinni eru sér hönnuð fyrir bílinn sem gefur miklu betra grip frekar en lánað af einhverju öðru eins og var með gömlu útgáfuna. Demparar hafa verið stífaðir og hafa festingar verið færðar til að gefa enn betri fjöðrun. Pústkerfið hefur verið bætt og skilar vélin núna 120 hestöflum, 2 hö meira en gamli bíllinn og hljómar hann víst betur líka. Ennig hefur inréttingin verið breytt og hurðarsyllan er lægri sem auðveldar að komast inn og út. Svo verður hægt að fá harðtopp sem varður með “gullwing” þaki sem opnast upp til að auðvelda aðgang ennþá meira. Bíllinn kom á markaðinn í desember í fyrra. Í Bretlandi kostar hann um 22.995 pund sem er um 2,58 millur í klakapeningum. Hámarkshraði skiptir ekki máli en hann er um 5.5 sek upp í 60 mph eða 96kmh, sem gerir ca. 5.7 upp í 100 kmh. Sem kamur vegna þess að bíllinn er aðeins um 750 kg. Ég sá þennan bíl í bílaþætti og “testarinn” sagði að það væri eins og maður væri boltaður við jörðina í beygjum, og aksturseiginleikarnir væru þeir bestu í framleiðslu. Eini gallinnn við bílinn þykir ennþá vera blæjan, hún er skárri en samt slæm, svo maður á bara að fá sér harðtopp, og er ég byrjaður að safna upp í nýja, rauða, “Lísu” með harðtoppi.

Elessa
supergravity