Mig langar aðeins til að fjalla um þennan bíl og vinsældir hans.
Þetta byrjar eiginlega á því að á okkar station bíl var bakkað á húddið á honum og auðvitað var hann sendur í bílréttingar, á meðan vorum við með Yaris frá einhverri bílalegu útí bæ. Þar sem þetta er nú bíll sem hefur notið allmikla vinsælda hér á landi vil ég aðeins fjalla um hann.

Mér finnst Yaris, ljótur og karakterlaus bíll. Ef við byrjum nú á því að þá er krafturinn ágætur miðað við vélina í þessum bíl sem er 1,3 L bensín vél. Í Akstri kemur þessi bíll þónokkuð mikið á óvart, eftir að hafa sitið í framsætinu nokkrar ferðir, Alveg þótt mér mjög slæmt í bílnum, að í hurðinni er varla hægt að leggja hendina á þar, ég er bara mjög vanur því úr Fiatinum okkar.
Útsýni úr bílnum er ágætt, maður getur eiginlega horft á kantinn vinstra eða hægra megin við sig (eftir því hvort maður sé farþegi eða ökumaður) sem skilar svo sem ekki miklu.

Að sitja í þessum bíl finnst mér ekki skemmtilegt, sætin eru einhvern vegin og stíf, með mjótt bak. Og vantar þá alveg í beygjum þessa kanta sem halda manni oft í sætinu. Svo fannst mér beltið ekki “fitta” nógu vel fyrir mig. Að sjálfsögðu prófaði ég að setjast aftur í bílinn, og það var mjög þröngt, og ekki er nú mikið pláss í blessuðu skottinu.

Að keyra þetta svo á endanum, (þótt ég sé nú bara rétt ókominn með æfingaleyfi, nóvember barn) Þá prufaði ég að keyra þennan bíl. Hann kemur nokkuð óvart í akstri en hraðamælarnir eru komnir í miðju bílsins og þú horfir niður og til hægri á þá, sem er að mínu mati mjög óhentugt. Svo virðast stafrænir mælarnir vera um meter að meira burt frá þér, og hefði ég nú ekki sett upp gleraugu gegn nærsýninni hjá mér hefði ég sennilegast ekki séð á þetta. Ég vil hafa þetta bara eins og venjulega með föstum tölum, og stiku sem bendir á þær, líka mun flottari í t.d. snúningsmæli.
Það heyrist heldur eiginlega ekki neitt í þessum bíl, og það þarf að hlusta vel til að geta skipt eftir hljóðinu í þessu. Útvarpið með sínum geislaspilara er ekki uppá marga fiska, og hjá okkur virtist vera sambandsleysi í tækinu þannig að vinstri hátalara settið datt alltaf út stundum. En bremsurnar eru nú ágætlega virkandi, en þær taka einum of mikið í í lokinn, mér fannst þær alveg herða soldið á mér í beltinu þegar ég bremsaði úr 55 í 0, 10-0 var frekar harkaleg bremsun á bílnum.

Vinsældir Yaris eru miklar, ég sé nú einu ástæðu þess, sem er sennilegast gott umboð, og kanski öðruvísi bíll. Ég veit nú ekkert með bilanatíðni í þessu. Hann er nú líka ódýr. Fólk nú til dags hugsar aðallega um verðið.

En núna er maður hæst ánægður með að vera kominn á fjölskyldubílinn gamla, frá 98, af gerðinni Fiat Marea Weekend (ELX). Sá bíll er miklu betri, en umboðið er kanski annað mál, en hann hefur ekki bilað ennþá, þannig að það er ekkert vandamál hérna. Kúpplingin er að vísu slitin og verður skipt um diskinn mjög bráðlega. Fiatinn er mun betri bíll. (Hér má finna myndir, www.simnet.is/hlynzi )