Stuff of legends! Group B rallý bílarnir... Þetta fannst mér bara verða að komast til skila.

Snemma á áttunda áratugnum var Rallý í sínum hæstu hæðum. Bílaframleiðendur dældu frá sér hrikalegum SKRÍMSLUM á borð við Metro 6R4, Lancia S4, Ford RS200, Peugeot 205 T16 og Audi Quattro sem voru þeirra frægastir.
Algengt var að þessir bílar væru um og yfir 500 hestöfl, fisléttir og stórhættuleg tæki.. margir töldu að búið væri að ná algjörri fullkomnun í hönnun þessara bíla, ökumaðurinn, dekkin og bíllinn gætu ekki haft áhrif á tímana sem þeir voru að setja, það eina sem gæti haft áhrif á tímana var vegurinn sem keyrt var á - eingöngu vegna þess að bílarnir komust hreinlega ekki hraðar út af aðstæðum!!!

Þetta sýndi sig og sannaði þegar þessir bílar voru skoðaðir í hnotskurn og settir í samhengi við eitthvað sem fólk þekkir.

Lancia Delta S4 var 2.3 sekúndur í 100 kmh OG ÞAÐ Á MÖL!!!
“Henri Toivonen drove an S4 around Estoril, the Portuguese Grand Prix circuit, so quickly that he would have qualified sixth for the 1986 Portuguese Grand Prix. Nigel Mansell sampled a Peugeot 205 T16 and said it could out-accelerate his F1 car” og þá þurfa menn að muna eftir því að á þessum tímum voru F1 bílar með túrbínum og margir um 1200-1500 hestöfl!

Kveikjan að þessu öllu var árið 1979 þegar fjórhjóladrif var leyft í rallakstri en fram að því voru nær allir rallýbílar afturhjóladrifnir og því til lítils að hafa þá meira en 250 hestöfl ef þeir áttu á annað borð að gera eitthvað annað en að spóla í mölinni.

Audi voru fyrstir til að nýta sér þetta og í fyrstu keppni árið 1980 var Audi Quattro undanfari - það merkilega var að undanfarin var heilum 9 mínútum á undan sigurvegaranum!

Aðrir framleiðendur gerðu sér grein fyrir því að fjórhjóladrif væri nauðsynlegt ef þeir ættu að eiga möguleika. Það má reyndar bæta því við að Audi Quattro skilaði konu sigri í Rallýkeppni í fyrsta skiptið í sögunni…

það var ekki fyrr en 1984 sem að Audi tapaði titlinum sem konungur malarveganna með tilkomu Peugeot 205 T16, sá bíll var miklu betri en Audi enda með miðjuvél og nútíma hönnun á grind og studdist við ál og koltrefjar í yfirbyggingu og vélarhluti. Ari Vatanen og Jean Todt hirtu titlana 1985 þrátt fyrir að Vatanen týndi næstum lífinu í óhappi í Argentínu. Þetta ár var hraði bílanna orðin svo mikill að vindkljúfum var bætt á þá til að halda þeim á jörðinni en slíkt hafði ekki tíðkast fram að því.

1986 fór að halla undan fæti þegar Ford RS200 fór út úr brautinni og olli dauða þriggja áhorfenda og slasaði tugi manna. Í lok árs 1986 létust Henri Toivonen og Sergio Cresto í óhappi á Lancia Delta S4, það kviknaði í bílnum og hann brann nánast upp til agna - bara grind bílsins var eftir… Þetta markaði endalok Group B.

Talið er að FISA hafi beint öllum sínum kröftum í F1 og ekki fylgst nægilega vel með Group B keppnunum í Rallinu. Því þróuðust bílarnir með ógurlegum hraða svo miklum hraða að talið er að ökumenn hafi ekki haft tök á því að halda augnfókus í hröðustu köflum sérleiðanna.

Þetta voru því sannkölluð ofurmenni sem eru á háum stalli hjá mér ásamt hetjum F1 í byrjun sportsins…

Heimild. http://www.stormloader.com/groupb/drivers.html