Mótor er þáttur sem flestir þekkja sem hafa skjá einn og hafa áhuga á bílum. Þátturinn hefur fengið mjög misjafna gagnrýni.
Fyrst var Ísleifur stjórnandi þáttarins og hef ég heyrt frá mörgum að hann væri lélegur vegna þess að hann hafi annaðhvort ekkert vit á bílum og annarsvegar það að hann talaði alltof mikið um hólfin í bílunum og hvað þau voru mörg og stór!

Svo þegar hann var rekinn eða hvað þá kom næsti stjórnandi sem heitir Karl og þykir held ég öllum hann vera betri…hann er þekktur fyrir að lýsa f1 keppnum og veit hann sitthvað um bíla.

Svo núna í sumarmótor kemur þessi karl sem ég veit ekki hvað heitir með sinn húmor og klúðrar þættinum eins og hægt er fynnst mér.

Þátturinn er eini bílaþátturinn á Íslandi og er hann mikil auglýsing eins og reynsluakstrinn þá tekur maður eftir að hann segir aldrei neitt vont um bílinn og eins hollráð það er bara auglýsing fyrir auto glym og fl.

Mér persónulega fynnst þessir þættir vera alveg ágætir og ég held að allir séu sammála um að hann sé allarvega betri en ekki neinn bílaþáttur.

Hvað fynnst ykkur um þennan þátt???

Fyðirgefið allar stafstetningarvillur!