Hafiði skoðað nýju imprezuna??? Ég fór í dag í Ingvar Helgason í þeim tilgandi að skoða þennan “magnaða” bíl Subaru Impreza Gt, sem heitir víst núna WRX (hvort það eigi að upphefja þennan bíl að einhverju leyti, veit ég ekki), og ég verð því miður að segja það að ég varð fyrir sárum vonbrigðum. Ef þú horfir á bílinn aftan frá þá lítur hann þokkalega út, svo kemur hann núna á 17" orginal felgum :))), mælaborðið hefur breyst til muna, er ekki eins fátæklegt og á eldri gerðinni, sætin breyst aðeins og svo var mér sagt að eitthvað sé búið að bæta fjöðrunina og hljóðeinangrun, en samt finnst mér þessi bíll vera hálfdollulegur fyrir 2.6 millur! Frekar kýs ég Galtant t.d. En svo ef maður kíkir framan á bílinn oh my god! Ég hélt ég væri að horfa á annað hvort Hyundai accident (accent) eða nýju corolluna. Þessi ljós eru hryllingur! En svo talaði ég við sölumann og spurði hvort væri hægt að breyta ljósunum eitthvað (á reyndar eftir að tala við Á.G. Mótorsport, veit einhver hvort þeir séu komnir með eitthvað fyrir nýju Prezuna?) og sölumaðurinn sýndi mér hlífar fyrir ljósin sem voru bara ekkert slæmar,en samt sem áður, þessi andlitslyfting á þessum bíl var sár vonbrigði, anyone else who agrees?

Bílahommakveðjur, JLcolt