Ég á eitt stykki buggy bíl sem er á vw bjöllu grind og var með bjöllu vél og gírkassa. Hann er með rally sæti og veltigrind en wv bjöllu vélarnar löngu búnar að bila og ég er búinn að leita að vél í um það bil ár en ekkert fundið. Nýlega fékk ég gefins Subaru Legacy 1988 modelið með 1800 cc vél og ætla ég að troða þessu aftur í bjölluna. Það verður sko kraftur! Þessi bíll var smíðaður af vini afa míns en síðann fékk frændi minn hann og fyrir einu ári síðann eignaðist ég hann.

Minn heitasti draumur er að koma honum á götuna. Ég fór að skoða sona bíla á netinu sem eru löglegir á göturnar í USA og komst að því að þar þarftu varla að gera neitt nema bara fara með hann í almenna skoðum en hérna þarftu að láta verkfræðinga yfirfara hann allann, láta röntgenmynda allar suður og ég veit ekki hvað. Þetta er víst margra milljón króna dæmi að koma þessu á götuna hérna á Íslandi og mér finnst að það ætti kannski aðeins að taka til í þessum laga blaðabunka um þessi mál. Ég meina þúst þar þarftu varla að gera annað en að setja á þetta stefnu ljós og hafa löglegt öryggisbelti og svo framvegis (að minnsta kosti í sumum fylkjum í USA) ekki fara með þetta í þessi marg milljón króna próf og skoðanir!! Tökum samann höndum og reynum að fá þá á Alþingi til að breyta þessu aðeins! Það geturu ekki verið að öll þessi próf og myndatökur séu nauðsynlegar!

En fyrir þá sem hafa áhuga á að smíða sér sona bíl þá þarf bara að rífa bodyið af fram- eða fjórhjóladrifnum bíl og snúa vélinni og kassanum við ef þú villt hafa vélina aftur í þar að segja. Svo smíðaru bara veltigrin og skellir henni á! (þetta eru bara sona grunnurinn til að gefa ykkur svona smá tilfinningu fyrir þessu) en betri upplýsingar færðu á www.dune-buggy.com eða www.dunebuggy.com !!!

Einnig var ég að spá hvort að ekki væri hægt að stofna sona rally deild þar sem væri keppt á buggy bílum þar að segja ef einhverjir eiga sona og ef þið eigið sona endilega sendið mér skilaboð!