Það er alltaf verið að tala um að stelpur séu eitthvað betri ökumenn út af því að þær eru með lægri slysatíðni. En þó svo að þær keyri daglega í einhverjum tilfellum eins og strákar þá er þarna eitt sem er að pirra mig. Eru strákar ekki að keyra meira miðað við tíma en ekki daga og þeir eru að taka meiri sénsa en hvað er á bakvið þessa sénsa, eru þeir ekki að læra hvað bíllinn getur. En auðvitað er það rétt að þeir eiga ekki að vera að þessu í umferðinni og margir þeirra eru einum of það er alveg rétt. en hvernig væri að byggja eitthvað æfingasvæði fyrir þá þar sem að þeir séu ekki að stofna öllum í hættu. Eitt annað afhverju í andskotanum malbika þeir ekki að spyrnubrautinni? hver eru rökin á bakvið það, þetta hægir á ökumönnunum!! kommon ekki til meiri fjarstæða þeir taka þá bara hraðan aftur ú á reykjanesbrautinni og slá ekki af. Eða er verið að spara peninga. Óþolandi ástand.
Annað með stelpur að keyra. Allar sem að ég þekki eru svipaðar í akstri eins og strákar keyra alveg eins. En svo er eins og þegar þær verða eitthvað eldri um 30 þá kunni þær ekki að keyra, pælið í því að tapa þessu á 13 árum annað en karlmenn sem tapa þessu á 35 - 40 árum.