evo Car of the Year 2000 Þar sem ég er sorglegur maður sem kýs að eyða mínum litla frítíma í vitleysu ætla ég að slá inn úrslitin úr evo Car of the Year 2000 (eCOTY 2000). Tölurnar í svigunum eru stigin sem bílunum voru gefin, hver dómari gat gefið mest hundrað og svo fundið meðaltal. Vona að þið hafið gaman af:

1. Porsche 911 Turbo (90,1)
2. Lamborghini Diablo 6.0 (89,4)
3. Subaru Impreza P1 (89,3)
4. Lotus 340R (85,8)
5. Vauxhall VX220 (85,6) (Heitir líka Opel Roadster held ég)
6. TVR Tuscan (85,4)
7. Noble M12 (81,9)
8. Ferrari 360 Spider F1 (80,4)
9. Lotus Exige (80,3)
10. Toyota MR2 (77,4)
11. Renault Clio V6 (70,1)
12. Mercedez CL55 AMG (67,9)
13. BMW 330d (67,3)
14. Alfa 147 (55,8)

Ég ætla að leyfa ykkur að draga eigin ályktanir nema: takið eftir hvað er mjótt á mununum, sérstaklega á toppnum. Takið líka eftir að Ferrari varð að lúta í lægra fyrir Noble (báðir MR sportarar).

Það var dálítið erfitt fyrir bæði mig og dómarana að vera fullkomlega hamingjusamir með sigurvegarann: “The engineering is what you have to admire. God, I hate the Germans. It's the best car. I don´t want it to be, but it is.” - Bill Thomas
Og ég er gallharður Porsche aðdáandi!

Tekið úr evo, 27. tölublað, Janúar 2001.

Svo er aldrei að vita nema ég dragi fram eCOTY 1 og 2…

P.S. 911 Turboinn sem þeir höfðu var silfraður… En það kemur málinu ekki við nema ég nenni að setja inn eCOTY 1 & 2.