Það má segja að Porsche 944 sé “stóri” bróðir 924 bílsins. Útlitið er mjög líkt þó að bílarnir séu nokkuð ólíkir. Það sem einkennir 944 eru stórar og miklar útvíkkanir á fram og afturbrettum og gerir það bílinn miklu voldugri. 944 er byggður af grind 924 en grindarbitar eru breyttir og hafðir sterkari.
944 er 7cm breiðari en 924 en 1cm styttri. Lengd á milli öxla er sú sama í báðum bílum en hjólabilið var breikkað í 944. Þetta gerir bílinn stöðugri þegar beygjur eru teknar á mikilli ferð.
Fyrsti 944 var framleiddur seint árið ’82 og fra,leiðsla þeirra náði til ’92, en bíllinn fékk smá andlitslyftingar á þessum tíma.
944 vélin var hönnuð algjörlega af Porsche og var það 2479cc sem er helmingurinn af vélinni úr ’82 árgerðinni af 928S, stærsta 4cyl vél á sínum tíma. Það voru vandamál með vélina því hún var upprunalega V8 en helmingurinn tekinn af henni. Vélin var hávær og titringur var mikill í henni, þetta náðu þeir að laga með 2 ballansásum sem liggja í gegnum vélina en snúast öfugann hring miðað við vélina og s´núast á tvöföldum hraða vélarinnar. Þetta dempar niður tiringinn og hávaðann, titringur minkar líka kraftinn.
Vélin er smíðuð úr álblöndu, magnesium og titan, sem gerir hana léttari en venjulegar velar og eykur endingartímann á vélinni. Vatnskæld, 8ventla, útbúin með flottasta búnaði sins tíma, Bosch L-Jetronic (DEE), með yfirsnúnigsvörn sem slær út stimplum þannig vélin kemst ekki á hærri snúnig en 6,300rpm ,og olíukælir. Hún skilaði 163hö og 205nm tog.
Bremsurnar í 944 eru öflugri en 924, tvöfaldir loftkældir diskar að aftan og framan.
Innréttingin í fyrstu árgerðunum af 944 var sú sama og í 924, en það voru þó gerðar smá breytingar á afstöðu sætanna miðað við stýrið, því það er ekki veltistýri.

944 breyttist aðeins mitt árið ’85. Vélin var óbreytt, 163hö. Innréttingin var ný hönnun, sú sama og var notuð til ’94 í 968bílnum. Með nýju innréttingunni voru rafdrifin sæti, rafdrifin topplúga á öllum bílum og ABS hemlar.

’87 kom S útgáfan. Þá fjölgaði ventlunum um 8 og varð hann þá 16v. Þjappan var hækkuð í 10,2:1. Vélin skilaði þá 188hö og 230nm tog.

’89 fékk bíllinn nýja vél, eða endurbætta vél. Vélin var stækkuð í 2688cc og þjappan var aukin enn meir og þannig skilaði vélin 4 hö meir en sú gamla eða 192hö. Það var síðasta árgerðin af hinum venjulega 944 og framleiðslan hætti um ’90.


944Turbo kom fyrst á markaðinn ’86 en með öðruvísi framenda en venjulegi 944 og einnig spoiler undur afturstuðaranum. Innréttingin var sú sama og í NA bílunum og vélin sú sama nema bara með turbinu og skilaði 220hö. ‘Eg veit að það erðu einhverjar endurbætur á Turboinum en ég veit ekki nákvæmlega hverjar breitingarnar voru þannig ég sleppi því að tala um það… ég veit þó að þeir voru fáanlegir með driflæsingu að aftan eins og 928S4 og skriðvörn.
944Turbo var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem kom með loftpúðum fyrir ökumann og farþega.

Ein önnur tegundin af 944 var S2 bíllinn. Þar sem ég fann engar upplýsingar um hvenær hann var framleiddur það er betra að sleppa því að tala um það heldur en að vera bula eithhvað.
S2 bílinn var með sama útlit og Turboinn en vélin var stærri en í öllum öðrum 944. Vélin í S2 var tæplega 3lítrar en var án turbinu og skilaði 211hö. Þetta er stæðsta 4cyl vél sem er til í fjöldaframleiddum bílum. ‘Eg held að þetta sé nokkurn veginn sama vél og var svo sett í 968, nema bara meira afl tekið úr 968, 29hö meir.

heimildir fengnar af flat-6.net og úr tímaritum porsche, christophorus.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96