Mal3, Bebecar og TOYOTA MR2 Við mal3 skelltum okkur í gær að prófa TOYOTA MR2 að því tilefni að tveir slíkir eru til sölu inn í Toyota á 1690 þúsund.
Að okkar mati verður það að teljast ansi lítill peningur fyrir alvöru sportbíl með miðjuvél sem er frægur fyrir góða aksturseiginleika.

Mig langar hér aðeins að deila með ykkur skoðun minni á bílnum og ég er viss um að Mal3 gerir slíkt hið sama.

Það er einfaldast að segja að bíllinn er höndlunarlega séð alveg eins og ég bjóst við eftir að hafa lesið um hann í blöðunum, þó var bíllin sem við keyrðum á lélegum dekkjum og á 16“ felgum en 15” er líklegast betri undir hann.

Hann svínliggur, gírkassinn er frábær og bíllinn er þéttur og mjög vandaður eins og við er að búast.

Ég hef aldrei áður keyrt bíl með miðjuvél eða aftanívél (fyrir utan körtur) og ég verð að segja að höndlun í þessu er ótrúlega neutral að finna. Þó hefði ég búist við meira gripi en það má nú líklega kenna dekkjunum um það problem.
Mér fannst líka merkilegt að þegar bíllinn nálgaðist mörk sín í gripi þá léttist hann að framan líkt og framhjóladrifsbíll. Það má reyndar líka minnast á það að stýrið er ótrúlega gott og sennilega með bestu eða það besta vökvastýri sem ég hef komist í tæri við, það hjálpaði en minnti mann ekkert á það að það væri að hjálpa manni.

EN! Þetta er ennþá Toyota og þó ég sé mjög hrifinn af bílnum þá hefur hann einn galla og það er vélin sem að mínum mati virkar skítsæmilega og skilar bílnum ágætlega áfram - þá er hún samt karakterlaus og það sem ég saknaði mest er að það er engin svona “sweetspot” á vélinni sem maður vill halda vélinni í, þar sem vinnslan er kannski mest og best.

Það er svo alltaf spurning hvort þetta sé ekki eitthvað sem hægt er að leysa með Tölvukubb eða sportpústi.