Retró Retró hönnun hefur tröllriðið bílaiðnaðinum síðastliðin ár. Það virðist vera að annar hver bílahönnuður og framleiðandi eigi ekki til nýja hugmynd og ákveði að búa til bíl og notast við hönnunareinkenni úr fortiðinni. Versta dæmið sem ég get nefnt er Plymouth PT Cruiser, en einnig dettur mér í hug nýja Bjallan sem fellur á því að vera einhverskonar vangefni bróðir VW Golf. Það segir sig sjálft að þú hannar ekki bíl utan um framdrif og þverstæða vél að framan eins og þú hannar hann utan um afturdrif með vél að aftan! Auðvitað eru til undantekningar á reglunni, mér finnst t.d. nýji Mini skemmtilega útlítandi bíll, en nóg um það.

Það eru einhverjir sem virðast skilja að það má vitna í það gamla án þess að þurfa að apa eftir því. Ian Callum sem er í dag yfir-hönnuður Jagur var áður (og er enn) yfir-hönnuður Aston Martin. Hann á heiðurinn af Aston Martin DB7 sem er vafalaust einn af fallegri bílum síðasta áratugs. Það er augljóst að bíllinn er Aston Martin strax og maður sér hann en bíllinn lítur þó fullkomlega nútímalega út. Callum vitnar í gömlu gildin, heldur í einkenni Aston sem er grillið. Þegar Ian Callum tók við hjá Jaguar var haft eftir honum að Jaguar myndi ekki verða retro framvegis. Sem þýði vonandi ekki fleiri S-Type fornbíla look-a-like. Hann sagði að Jaguar ætti að vera nútímalegir bílar. En hvað með sér einkenni Jaguar? Jú, þau felast í því hvernig bíllinn stendur á götunni, í mjúkum vöðvaberum línum. Það þýðir ekki að reyna að endurgera Jaguar MK2 sama hve fallegur hann var, það verður að gera nýjan bíl. En að sækja innblástur í gamla bílinn, nota þau gildi sem hönnuðurinn hafði notast við er hið besta mál. Svo lengi sem hönnuðurinn heldur sig frá kalkípappírnum!