nýr Lancer Evo, númer 7 ó, nei! það er allt að fara norður&niður.
hérna höfum við nýja ofur Lancerinn, evo7. hann er ljótari en nokkru sinni fyrr og ætti að skammast sín. jafnvel við hliðina á nýju umdeildu Imprezunni er þessi bíll grautfúll og ljótur.
vont, en það venst.. er það ekki?

en snúum okkur að góðu hliðunum:
hestöflin aukast ekki neitt milli kynslóða, en torkið er orðið 392nm! sem er ekkert nema gott. tork yfir hestöfl segi ég.
evo7 er 100 kílóum þyngri en evo6, en vegna stífari yfirbyggingar hafa aksturseiginleikarnir batnað.
bremsukerfi og allur tölvustabílíseringa pakkinn halda sér frá fyrri kynslóð..
meira info seinna, þessi bíll á víst að koma á markað um mitt ár 2001.

hér fylgir með mynd af framhlutanum, en bakhlutinn verður sendur inn sér.