rice faraldur- fífl&bílabreytingar af hverju gera menn þetta við bílana sína!? troða á einhverjum voða boddýkittum og spoilerum sem gera ekki skít nema þyngja bílinn og láta hann líta asnalega út. orginal tilgangurinn með boddýkittum og spoilerum er sá að minnka loftmótstöðu og búa til downforce, en sumir virðast hafa misskilið.

hugtakið “riceboy” er þekkt út um víða veröld, og á rætur sínar að rekja til orðspors sem japanskir bílar með tilgangslausum breytingum hafa skapað sér. það eru til margar síður um rice bíla, sem oftast innihalda grín á kostnað eigenda bílanna. [riceboypage.com, beaterz.com og fleiri]

hugtakið sjálft hefur oft verið gagnrýnt fyrir það að vera boarderline-rasismi.. en förum ekki nánar út í það hér.

íslendingar virðast vera að detta ofaní þessa dellu, að reyna að láta bílana sína líta út fyrir að vera dýrari og hraðskreiðari með allskyns tilgangslausum breytingum. hafiði tildæmis tekið eftir venjulegu imprezunum sem búið er að troða á wrx spoilerum og dóti? grátlegt. það er einnig alkunna að fólk breytir 1400 hondunni sinni í wannabe vti með spoilerum og vti aukabúnaði, sem stundum er erfitt að greina frá vti hondunum sjálfum.

Glacier motorsports, sem sérhæfir sig í breytingum á bílum, er boðberi rice faraldursins. hafiði séð hvítu type-r honduna þeirra? fullt af límmiðum og drasli sem eyðileggur bílinn. og að ekki sé minnst á rauða corollu si með glacier motorsports límmiða þvert yfir hliðina.. hversvegna? er þessi límmiði ávísun á hraða? nei.

og.. nú man ég eftir öðru íslensku fyrirtæki sem sérhæfir sig í rice-i, “autosport” eða eitthvað álíka.. þeir líma rendur og límmiða á bílinn þinn, marglitar rendur. hryllingur! er þetta athyglissýki?

ath. þessi grein er örugglega svolítið ruglíngsleg, en þið náið pointinu!(?)