2001 Impreza Ég verð aðeins að tjá mig um nýja lúkkið á Imprezu Turbo!

Ég varð alveg ótrúlega hneykslaður þegar ég sá fyrstu myndir af 2001 módellinu, þvílík breyting og þvílíkur hryllingur. Til að byrja með minnti þetta mig á Suzuki Baleno eða Kia eða eitthvað í þá áttina. Ég var dáldið súr yfir að gamla súpersvala rally-lúkkið á gömlu Imprezunni væri horfið! En viti menn, þetta er bara farið að venjast. Sem er hálf fáránlegt miðað við hvað mér þótti þetta ljótt fyrst. Enn fáránlegra er að hatchback týpan er miklu flottari!

En svona til að taka saman það helsta sem hefur breyst. Turbo Imprezan á nú að heita Impreza WRX á öllum mörkuðum í heiminum. WRX STi Type-r verður víst ekki flutt út úr japan fyrr en 2002 :( Japanska útgáfan verður með 30% stærri intercooler og eitthvap stærri túrbínu og á að skila um 247 hö. (miðað við 100 okt), nokkru minna en gamla (um 283).

Evrópska verður áfram 218 hö. Mestu vonbrigðin hjá þeim sem hafa prófað nýju Imprezuna er víst turbo laggið. Þ.e.a.s. að hún torqar víst mjög illa miðað við P1 á lágum snúning. Og allur rally-fílingur er eiginlega hálf lost. En allavega þá nenni ég ekki að skrifa meira, það er til svo mikið af gerðum af þessu helv.. t.d. limited edition útgáfan Impreza 22b og einhver afturhjóladrifin týpa og ég veit ekki hvað og hvað. En allavega er myndin sem fylgir með af 2001 Subaru Impreza WRX STi og var tekin af supercars.net - æmát

Cheru