Ég bara get ekki orða bundist. Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í umræðunni hérna og hef alltaf verið Porsche aðdáandi. Hins vegar verð ég að opna raufina núna, ég sá nefninlega ljósa Porsche jeppann á þriðjudaginn og þann svarta síðan núna í dag (fimmtudag). Þessir jeppar eru þeir minnst spennandi hönnun sem ég hef séð í jeppum í dag. Það er nákvæmlega ekkert sem mér finnst fallegt við þá. ef ég ætti að bera þá saman við eitthvað þá dettur mér í hug volgt smjörlíki sem hefur verið grýtt í vegg. Það eru hvergi neinar “línur” í bílnum, hann er flatur í alla staði og þessi galopni framendi minnir mig helst á einhvern sem er að opna munninn vel fyrir tannlækni. Það er samt örugglega staðreynd að þessir bílar eru í fremsta flokki í afli, frágangi, aksturseiginleikum, o.s.frv. í flokki jeppa og því finnst mér enn sárara að sjá hvað bíllinn heldur ekki í við sjálfan sig þegar maður horfir á hann.
Hins vegar finnst mér BMW jepparnir vera mjög sportlegir. Margar mjúkar og hvassar línur í bland og bíllinn virkar allur röff á mig. Sennilega finnst mér hann vera fallegasti jeppinn á götunni nú til dags.