Öruggur stóll Í öruggum bíl ??

Það er áberandi núna að tryggingarfélögin keppast við að auglýsa öryggi og þá hluti sem tengjast því t.d.barnabílstóla og fleira.
Það er mjög gott að hafa örugga og trausta hluti til að verjast slysum,eða draga úr slysahættu.
En það er mjög skrýtið þegar þessi sömu aðilar eru að selja stórskemmda bíla til hæðstbjóðanda.

Lítið dæmi sem getur gerst í raunveruleikanum.

Jóna ekur aftan á aðra bifreið, höggið er mikið en Jóna er heppinn,bíllinn er með öryggispúðum og líka svo kölluðum srengibeltum sem strekja á sér við högg, svo Jóna sleppur við öll meiðsl.

Núna er bíllinn hennar Jónu mikið tjónaður en hún er með bílinn í kaskó, hún fer með bílinn til síns tryggingafélags.
Þar er tjónið metið,og ákvörðun tekin um að bíllin hennar Jónu verði keyptur af henni.

Afhverju, segjum að bíllinn hennar Jónu kosti óskemmdur 1 milljón. Tjónið er metið á 700,000 kr. Svo að það megi segja að bíllinn sé 300.000 kr virði eins og hann er skemmdur.

En tryggingafélögin eru með uppboð þar sem hver sem er getur keypt tjónabíl.
Jói krimmi kaupir gamla bílinn hennar Jónu á 550000 kr.svo tjón tryggingafélagsins er ekki lengur 700.000 kr heldur er það orðið 450000 kr Gerir við hann eins og hann vill og kann. Sleppir öryggisbúnaði eins og loftpúðum og fleira til að hafa viðgerðarkostnaðinn sem lægstan.

Nú er Jóna að leita sér að öruggum bíll, hún slapp svo vel frá síðasta árekstri að hún ætlar að kaupa eins bíl aftur
Hún sér gamla bílinn sín á bílasölu.Kaupir hann og fer að keyra á “öruggum bíl” sem vantar loftpúða í .
Þá er nú gott að hafa öruggan barnabílstól í bílnum