Lítil saga um upphaf Camarosins
Núna er komið að smá sögu um upphaf Chevrolet Camaro og einsog eflaust einhverjir vita, þá ég einn slíkan og er mikill
áhugamaður um þessa bíla, einmitt þessvegna langar mig að koma á framfæri hvernig bíllinn varð til, og afhverju.

Árið er 1964, og Ford setur Mustanginn á markað, og General Motors sýndi víst lítil sem engin viðbrögð við því, en
í Ágúst ‘64, rétt fjórum mánuðum eftir að Mustanginn var kynntur, þá fattaði GM hvað fjögurra sæta sportbíll gæti orðið
vinsæll, kaldhæðnislega, þá kom mustanginn út sem svar Ford við Chevrolet Corvair Monza!
GM höfðu reyndar byrjað í pælingum með svona bíla frá 1958, samkvæmt Pontiac hönnuðinum Bob Porter. Segir hann þá að hann
muni eftir fjögurra farþega, sportlegum bíl í svipaðri stærð og þyngdarflokk sem Mustanginn var í. Snemma á sjöunda
áratuginum voru svipaðir bílar hannaðir svona við og við. Allir vildu framleiða slíkan bíl, en stjórn bílaframleiðandanna
sýndu þeim lítinn áhuga.
Þegar Ford seldi yfir 100.000 eintök á fyrstu sex mánuðunum, og næstum hálfa milljón á fyrsta árinu, þá byruðu GM menn að
sýna svona bílum einhvern alvarlegan áhuga. Fengu þá Chevrolet menn í Hönnunarmiðstöð GM það verkefni undir stjórn Henry C. Haga
að hanna þennan bíl. Hönnun Innréttingar bílsins var stjórnað af George Angersbach, sem hafði átt mikinn þátt í hönnun á Corvette,
Corvair og Chevy II, sem varð að Chevrolet Nova árið 1968. Lengi hefur sá miskilningur gengið á um að ’67 Camaroinn var hannaður
út frá Chevy II hlutum, en reyndar var það ákkúrat öfugt. Chevy II átti að verða alveg nýr bíll árið 1968 og deildi mörgum pörtum með
'67 Camaronum, en það leiddi til mismuns í hönnu, tildæmis lengd húddsins og hæð.
Einn einstakur hlutut í hönnuninni var ákvörðunin að nota framgrind sem var með gúmmí púða milli grindar og boddísins, þannig að
bíllinn var í raun með hálfa grind og boddíið gaf mestan styrk fyrir afturhluta bílsins, tækni sem hafði verið notuð á mörgum
Evrópskum bílum, þar af mörgum Mercedes Benz módelum. Þetta tengdi bestu hluti tveggja heima í bílnum, þar með hafði hann mikið pláss
í farþegarými og meira skottpláss, sem var ekki hægt með hefðbundinni grind, og á sama tíma varhöndlaði bíllinn betri og var auk þess
hljóðlátari en venjulegr bíll á þeim tíma.

Hönnuðirnir gerðu margar tilraunaútgáfur af bílnum, þar af tveggja sæta “roadster”, “fastback2 og station bíll. Gm var að reyna að halda
kostnaði eins lágum og mögulegt var, til að geta keppst betur við Mustanginn, og gáfu þá út tvær grunntýpur, ”Coupe“ og Blæjubíl.

Það buðust margar mismunandi vélar í camaroinn, allt frá 230cid sex strokka vél upp í 237cid V8. Til viðbótar var ný vél hönnuð einungis
fyrir Camaroinn, og það var hin góða 350cid V8, og var hún þá um 295 hestöfl.
Þegar kynningar dagsetningin nálgaðist var ekkert nafn komið á bílinn. hann hafði verið kallaður ýmsum nöfnum innan GM og meðal fréttamanna
svosem, nova, Panther, Chaparral og Wildcat (sem var seinna notað af Buick). Það gengu einnig rómar um að Chevy væri einnig að hugsa um að
nota stafina ”GM“ í nafninu, og komu upp mep ”G-mini“, sem þróaðist svo úti GeMini, og loks varð að Gemini. Höfuðstöðvar General Motors eru sagðir
hafa ”drepið“ það nafn, því að þeir vildu ekki stafina ”GM“ í bílnum ef svo kynni að gerast að hann myndi bregðast þeim. Einnig
vil ég nefna það að project nafnið á bílnum var upphaflega ”XP-836“
og meðfylgjandi er mynd af honum.

Loksins, þá var bíllinn kynntur sem Camaro, og litið var á það nafn sem gott nafn því enginn vissi hvað það þýddi. Chevrolet sýndu að
þeir hefðu fengið nafnið úr gamalli franskri orðabók og þar þýddi orðið ”vinur“, en Ford fann aðra þýðingu í gamalli spænskri orðabók, og þar
þýddi orið ”lítið rækjulegt dýr“. Blaðamenn hlógu nú mikið að þessu og hlógu enn meira þegar einn fréttmaður fann enn eina þýðungu á orðinu
og var það ”loose bowels". Það tók ekki langan tíma fyrir hláturinn að deyja niður eftir að stóru kynninguna á hinum rosalega
1967 Camaro!