Draumabíllinn..... Nú veit ég ekki hvort komið hefur grein um þennan bíl áður, en ef svo er þá vona ég að þetta verði bara viðbót. Bifreiðin sem um ræðir er Opel “Lotus” Omega. Þetta er útgáfa af Opel sem Lotus, (þá nýkomið til eigenda frá Malasyu), tók upp á arma sína og gerði að ofur tæki sem enn í dag tekur öflugust “sedan” bifreiðar sem eru framleiddar. Þeir voru framleiddir að þvi að ég best veit frá 1989 til 1992, og voru 1100 stykki sett á götuna, 400 af þeim með stýrinu hægra megin (undir nafninu Vauxhall Carlton).

Helstu tölur:
Twin Turbo Inline-6
DOHC, 4 valves / cylinder
3615 cc / 220.6 cu in
281.1 kw / 377.0 bhp @ 5200 rpm
568.1 nm / 419.0 ft lbs @ 4200 rpm
Compression ratio 8.2:1
6-Speed Manual

Þar sem að ég er ekki neinn ofurmaður þegar kemur að vélartölum þá horfi ég bara á hö, restin er fyrir ykkur sérfræðingana :)

Hröðun… (nota mph þar sem að þeir voru allir gefnir upp þannig)

True mph Time (secs) Speedo mph
30 2.4 31
40 3.1 42
50 4.1 53
60 5.1 65
70 6.2 76
80 7.8 88
90 9.3 98
100 11.1 108

Þegar verið var að tala um lanciuna með ferrari vélinni þá langar mig til að minnast á að þessir bílar eru að seljast eknir allt að 190.000 mílur með kramið í fínu lagi. Þeir eru allir seríu merktir og áhugamenn um þessa bíla tala aldrei um Opel heldur nota bara númerin á þeim, til að mynda bíll 0096G sem er skráður í bretlandi, framleiddur 1991 (þess má geta að búið að að tjúna þann bíl upp í 450hp) :)

Ég held svei mér þá að það sé enginn svona bíll á Íslandi sem er skömm þar sem að þeir (ef þið finnið einhvern til sölu) kost rétt um 1.4milljónir komnir til landsins, gróflega áætlað að sjálfsögðu.

Vona að þið hafið haft gaman að.
Canon EOS 500D/Rebel T1i - EF 17-40mm f/4L USM - EF 28mm f/1.8 USM - EF 28-80mm f/3.5-5.6 V USM