Nýji concept-Mustanginn Fyrir nokkrum dogum rakst ég á grein í Fréttablaðinu um nýjan Mustang, sem koma ætti á markað 2005. Með greininni fylgdi mynd. Þegar ég sá myndina fyrst, datt mér aðallega í hug einhver Cadilac sportbíll, stór og mikill, með lítinn karakter. Mær gæti ekki hafa skjátlast meira!

Eftir að hafa lesið greinina, þar sem stóð að þeir hefðu legið yfir teikningunum af fyrstu ‘stang’unum fussaði ég og sveiaði. Að þeim skyldi detta í hug að þetta skrípi væri eitthvað líkt þeim! Síðan kíkti ég aftur á myndina og varð fyrir hugljómun! Líkingin á milli nýja Mustangsins og gömlu ‘65-’69 Mustangana var allt í einu kristaltær fyrir framan mig. Hvernig þeir fella ljósin inn, hallinn á framendanum eins og hann ætli beinlínis að éta götuna! Ég varð ástfanginn (svona eins ástfanginn og maður getur orðið af bíl…)!

Ég mæli með að allir sannir áhugamenn um sportbíla kíki á;
http://bradbarnett.net/mustangs/concept/s197/pics/i ndex.htm

Þarna eru myndir af bílnum, ásamt greinum um hann…