Í þessari grein ætla ég að fjalla um vw bjöllu. Hana er hægt að fá í mörgum útgáfum, turbo, RSi, blæju og ýmsan aukabúnað en þessi grein á aðalega að vera um gömlu bjölluna.
Þetta byrjaði allt þegar Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi, hann vildi fá einhvern ódýran smábíl sem að flestir gætu keypt. Bjallan var sérstök og var hönnuð af Dr. Ferdinand Porsche og seldist í meira en 20 milljónum eintökum og fór þar með fram úr T bílnum sem var frá Ford sem var söluhæsti bíll í heimi. Framtak Hitlers og Porsche hafði spurst strax til Íslands fyrir seinni heimstyrjöldina og vakti mikla athygli hér sem og annarrstaðar.
Í ársbyrjun 1953 hófst skipulögð sala á Volkswagen, og í árslok 1952 gerði Hekla á Íslandi umboðssamning við Volkswagen verksmiðjurnar. Fyrstu bílarnir sem að Hekla flutti inn voru af árgerð 1953, með heilan afturglugga en fram að því hafði hann verið tvískiptur. Af bjöllunni var hægt að fá tvær gerðir: “Standard” og “De Lux”. Á “Standard” gerðinni voru hvorki vökvahemlar né samhæfður gírkassi sem hvort tveggja var hins vegar á “De Lux”. Hekla flutti einungis inn “De Lux” gerðina því hún var sú eina sem að íslendingar vildu. Innflutningur fór hægt af stað en jókst jafnt og þétt og náði hámarki þegar innfluttningshöftum var aflétt. Bjallan líktist pöddu og þaðan kom samlíkingin sem varð svo gælunafn Volkswagen um allan heim, Bjallan (Käfer Beetle). Þegar salan á bjöllunni stóð sem hæst (1960-1970) nam hún um 30% af heildar innfluttningi fólksbifreiða til landsins. Frá því að Hekla hóf innfluttning á bjöllunni og framleiðslan hætti í Þýskalandi höfðu verið skráðar um 14000 bjöllur af þessari einu tegund hér á landi, enda var bjallan ein vinsælasta og algengasta bíltegundin hér á landi.
Heimildir: Vefur Heklu, heilinn í mér og fleira.