Tuning (drivetrain) Daginn.

Þegar flestir heyra talað um tjúningar þá sjá menn fyrir sér nýjar égveitekkihvaðstórar Hemi vélar og túrbínur á stærð við fótbolta. En þar með er að sjálfsögðu ekki öll sagan sögð. Þó að þú sért búnað mökk tjúna vélina í bílnum þínum og komin með meðal hestabúgarð þarna ofaní, veistu þá hve mörg af þessum hrossum skila sér í götuna?

Fyrst lítum við á ferlið sem krafturinn þarf að fara í gegnum, hann myndast við sprenginu í sprengihólfinu (dö) og áður en hann fer í dekkin þarf hann að snúa meðal annars, viftureiminni, sveifarásnum, gírkassanum, drifskaftinu, drifinu og loks dekkjunum. Eins og sést er þetta svolítil vinna sem þarf að ganga í gegnum, tapa RWd bílar minnst í þessu FWD síðan og auðvitað AWD sem tapa um 25% orkunar á leiðinni í hjólin. Ætla ég að fara lauslega yfir það sem menn geta gert ef að áhugi er fyrir því að bæta úr þessu. :)

Það fyrsta sem er kannski sniðugt að gera ef menn eru í svona pælingum er að fjarlægja “óþarfa” hluti, það sem flestir gera þar sem það á við er að taka Air conditionið úr og kannski skipta reimdrifnu viftunni út fyrir rafdrifna (RWD bílar þó bara), þetta er þegar til staðar í framhjóladrifnum bílum og mörgum AWD bílum líka, þar sem hún er óþörf á þó ekki nema 30 km hraða.

Næsta í dæminu er nýtt kasthjól (flywheel) og reimskífa á sveifarásin. En orginal reimskífur (úr stáli) vega kannski 5 kíló á meðan aftermarket skífur (ál) eru um 0,5 kíló, þetta er gríðarlegur sparnaður á orku (bensíni). Nýtt kasthjól úr áli sparar álíka mikið þar sem orginal hjól geta verið þetta 8-10 kg en after market hjól um 4-5 kg, með þessari breytingu mæla flestir með, og bara næst þegar á að fara að spaða allt í sundur til að skipta um kúplingu að bara smella nýju kasthjóli í, kostar ekki mikið.

Næst í röðinni er síðan drifskaftið. Tveir möguleikar eru hér fyrir hendi en það er annaðhvort ál skaft eða skaft úr koltrefjaplasti, það síðarnefnda að mínu mati álitlegri kosturinn. Kostirnir við plastið yfir stál og ál eru að þau eru léttari, getur snúist mjög mikið uppá þau án þess að brotna (þó ekkert tyggjó) og þegar þau brotna fara flísarnar ekki á 200km/h hraða útum allt heldur kubbast það bara í sundur einnig riðga þau ekkert og endast betur. Jæja en það sem er oftast gert í AWD og RWD bílum að að drifskaptið sem oft er tví eða þrískipt er skipt út fyrir einfalt skaft úr téðu efni og algengur sparnaður er um 10-15 kg og nokkrir kílómetrar í viðbót á kvartmílunni, þetta er þó nokkuð dýr kostur en vel þess virði.

Og síðast er síðan augljósasti og algengasti kosturinn, þó hann sé kannski ekki notaður í þessum tilgangi en það eru léttmálms álfelgur og hér getur sparnaðurinn verið gríðarlegur þar sem orginal felgur eru oftast ál eða stál hlunkar, þó er þetta dýrasti kosturinn af öllum ofantöldum og má búast við að þurfa að punga út 200þús fyrir góðum léttmálmsfelgum.

Þó svo að engar hestaflatölur breytist við þetta mun munsins verða vart í því hve hvik vélin verður og mun hún snúast mun betur og lengra og svo kirsuberið á toppnum, þú sparar bensín. :)

Með fyrirfram þökk og afsökun á stafsetningar villum
Hjörtur M.

… og tek ég enga ábyrgð á ruglinu sem ég skrifa hvort sem þú trúir því eða ekki (ruglinu sko..):P

heimildir: hitt og þetta :)