Porsche CarreraGT Einn rigningarmorgun síðla í september ’99 voru fréttamenn mættir í Louvre-safnið í París á blaðamannafund hjá Porsche. Með stýrurnar í augunum spurðu blaðamenn hvern annan hvað Porsche meinti eiginlega með því að bjóða til blaðamannafundar klukkan hálfsex að morgni. Eftir langa ræðu forstjóra Porsche, Wendelin Wiedeking, var mönnum farið að leiðast þófið. Ræðunni lauk og öllum hópnum var smalað út á stétt. Í rigningunni sáust björt ljós nálgast. Í lögreglufylgd ók CarreraGT niður Champs-Elysées þaklaus og stór dekkin þeyttu vatninu í allar áttir. Í bílnum sat yfirökumaður hjá Porsche, Walter Röhrl. Stemmingin breyttist á svipstundu, menn fengu annaðhvort gæsahúð eða misstu úr einn, eða kannski tvo hjartslætti. Þó svo að Walter væri hundblautur líkt og allir blaðamennirnir var hann maðurinn sem allir öfunduðu.
Það þykir stórmerkilegt þegar handsmíðaðar ,,prótótýpur” keyra fyrir sínu eigin vélarafli á sýningar. Þetta staðfestir að Porsche er alvara að framleiða þennan bíl og er þegar búið að smíða nokkra bíla. Fyrstu bílarnir verða seldir á næsta ári og er áætlað að framleiða 1000stk.

Ekkert var gert í flýti á Carrerunni. Efitr að Porsche náði tvemur fyrstu sætunum á LeMans ’98 var ákveðið að draga sig úr þeirri keppni og keppnisdeildin fór að hanna og þróa hinn nýja CarreraGT. Wiedeking sagði á fundinum að hugmyndin á að smíða í þessum flokki hefði fæðst í laumi þann 14. Júní ’98, skömmu efitr kl 4 síðdegis. Og að hönnunarvinnan hefði hafist formlega í febrúar ’99.
Porsche menn hafa eflaust haft það í huga að komast aftur inn í LeMans í keppni fjöldaframleiddra bíla. Reglurnar í LeMans eiga það til að breytast þannig að Porsche þannig að gæti lent í því að geta ekkert nýtt bílinn. Bíllinn varð að standa undir sér fjárhagslega hvort sem hægt yrði að nota hann í LeMans eða ekki. Á verðmiðanum mun því standa 50.000.000íslkr.
Helstu keppinautarnir verða bílar eins og FerrariF60 og Mercedes SLR. Þó að þessir bílar séu af örðum flokki getur Porsche ekki hunsað kaupendur þessara bíla. Það eru jú ekki allir með 50millur í veskinu sínu.

Allar tölur sem er hægt að finna um CarreraGT eru sambærilegar bílum sem keppa bara á keppnisbrautum. V10 vélin í miðjum bílnum er hönnuð með keppni í huga en er aðeins tamin og fínpússuð fyrir götuna. Ökumaðurinn situr í koltrefjabúri( kevlar plast). Afturfjöðrunin er boltuð við gírkassann og gormarnir liggja langsöm meðfram kassanum. Helstu tölur eru þessar:
Hröðun 0-100kmh = 3,7sek, og 0-200kmh = 9,5sek. Hámarkshraði er uppgefinn 340kmh. (þó eru þeir alltaf hógværir með allar tölur). Vélin skilar tæpum 600hö og 650nm af togi. Bíllinn er sjálfur 1250kg. Hreint út sagt nokkuð magnaðar tölur.
Þó svo að þessar tölur séu aðeins reiknaðar af hönnuðum er mjög líklegt að þær verði enn betri eftir að bíllinn kemur úr framleiðslu. Reynslan er sú að Porsche er frekar hógvær á tölur fyrir framleiðslu.

Það er algengt að talað sé um ábyrgðarleysi varðandi bíla sem hafa úr slíkri orku að moða. Hjá Porsche hefur verið hugsað út í það. CarraraGT kemur með gríðarstórum Keramic ABS bremsum þar sem átta stimplar eru í bremsudælunum að framan og fjórir að aftan. Bremsudiskarnir að framan eru “15tommur í þvermál. Carreran er fljótasti bíll í heimi að bremsa sig niður eða 1,89sek úr 100-0kmh. Allt verður þetta tengt hinu snilldarlega PSMstöðuleikakerfi frá Porsche.
Ökumaðurinn situr í koltrefjabúri, styrktu álbitum sem eiga að taka við höggi við árekstur, einnig eru fjórir loftpúðar sem hjálpa til. Þessir hlutir eru ekki komnir úr kappakstursbílum og eru jafnvel bannaðir í keppnum en þörfin er til staðar fyrir þennan búnað. Einn hlutur er örugglega bannaður í keppni en það er spoilerinn sem hækkar sig á auknum hraða. Á 120kmh hækkar afturvængurinn um nokkra sentímetra. Porsche vill reyndar meina að vængurinn lækki sig en ekki hækki. Það gefur til kynna að bíllinn er fyrst og fremst hannaður til að keyra hraðar en 120kmh.
Af mikilli snylld hefur stórum loftopum verið komið fyrir. Dyrnar á bílnum eru djúpar þannig að loftið sem hefur kælt vatnskassana og bremsurnar kemst auðveldlega út aftur. Fyrir aftan dyrnar sýgur svo vélin til sín ferskt loft. Vængirnir eru vel faldir, þó svo að afturvængurinn sé stór er hann í línu við bíliunn sem gerir hann minna áberandi. Undirvagninn er alveg sléttur og það hjálpar bílnum við að halda jarðsambandi, jafnvel vatnskassarnir eru skásettir svo þeir hjálpi til. Júmbóþota þarf ekki nema 250kmh til að takast á loft. Á 340kmh þarf heilmikið til að Carreran haldi gripi.

Framljósin eru flott og hátæknileg. Aðalljósin eru Xenon af annari kynslóð sem lýsa bjartar en nokkur önnur. Fyrir framan þau eru þrjú glerrör sem hleypa neon sameindum taktfast um sig þegar ökumaður gefur stefnumerki.
Í mælaborðinu eru ekki tveir hefðbundnir mælar heldur TFT skjár líkt og í fartölvu. Í miðjum skjánum er altaf snúningshraðamælir þar sem rauða strikið er á 8200rpm, en það eru þrír möguleikar í bakgrunni. Í venjulegum akstri er notaður skjár sem truflar ekki mikið og aðeins koma upp skilaboð, svosem ef bensínið er líð eða hiti vélar of mikill. Næsti skjár bætir inn stillingum á lofræstingu og útvarpi. Þriðji skjárinn gefur svo upplýsingar um brautina sem keppt er á, besta hring og eftir daginn er svo hægt að horfa á besta hringinn sinn því að í bílnum er stafæn myndavél innbyggð.
Það er mikið ál í stjórnklefanum þar sem það er létt og glæsilegt. Leðurklæddir körfustólarnir eru stillanlegir frá hnjám og upp á axlir þar sem ökumaður á að þola þyngdaraukninguna í hröðum beygjum jafnt sem löngum ferðalögum.
Sýningarbíllinn er með rúðuþurrkur en engann topp. En bílarnir sem verða seldir eru með harðann topp sem er hægt að fella saman og fela í skottinu.

Vélin er mjög sérstök í þessum bíl.
Vatnskæld V10, aðeins 63,8sm á lengd og 165kg. 4 knastásar eru drifnir af keðju en keðjurnar eru notaðar vegna þess að þær eru hljóðlátari en tannhjólin úr keppnisbílunum. V-lagið á vélinni er °68 sem er kjörið fyrir pústgreinarnar. Báðar blokkirnar hafa sjálfstætt tölvukerfi, púst og mengunarkefi. Stimpilstangirnar eru á títani vegna þess hve hratt vélin snýrst. Til þess að vélin geti setið mjög lágt í bílnum er ,,Dry Dump” smurkerfi og þriggja klossa kúpling en það þýðir að “swing” hjólið er mjög lítið. Gírkassinn er 6gíra og bíllinn er afturhjóladrifinn.
Bæði fram og afturfjöðrun er tveggja arma og allir demparar liggja á stillanlegum flötum svo stillimöguleikarnir eru óteljandi.
Vökvastýri sér um að stýra stórum framhjólunum en þau eru 265/30 R19. Sumum fynnst það alveg nóg en afturhjólin eru enn stærri eða 335/30 R20.
Það að mæta á blaðamannafund kl hálf sex að morgni var alveg þess virði. Vonandi heldur Porsche áfram að framleiða bíla sem lífga up á tilveruna og fá mann til að hlakki til að keyra í vinnuna.

G.G.E.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96