King of all Toyotas Ég man alltaf daginn þegar við hittumst fyrst, ég var á leiðinni út í sjoppu í kaffihléi í vinnunni og ákvað að stoppa á bílasölu sem var á leiðinni. Það var þá sem ég sá hana, hún sat þarna og gerði ekkert nema að líta alveg ógeðslega vel út með glansandi svart lakkið og ruddalegan framendan, það var þá sem ég sagði “þetta VERÐ ég að fá” og 3 dögum seinna ók ég um á 88 árg af Toyotu Supru.

Saga suprunar byrjar árið 1965 en þá var Toyota 2000gt kynntur til sögunar af toyota, hann fór síðan í framleiðslu árið 1967. þessi forfaðir Suprunar á þó ekki mikið sameiginlegt með nýjustu týpunum annað en að vera stolt framleiðanda síns. Aðeins 337 bílar voru framleiddir.

Árið 1979 kom Supran fram, hún kallaðist þá Celica Supra þar sem Supran var í raun ekki annað en kraftmeiri útgáfa af Celicunni með lengra á milli hjóla, og ekki var heill hásing að aftan heldur sjálfstæð fjöðrun, sem jók á aksturseiginleikana.

Árið 1982 kom síðan önnur kynslóð (2 gen) Celicu supru og nú var hún mun ólíkari Celicunni með mun stærri 6 cyl vél og hinum ýmsu útlitsbreytingum svo sem kúpu á húddi og “flippflapp” ljósum. Celica Supra var valin Import car of the year hjá Motor trend blaðinu.

Supran fæddist í raun ekki fyrr en um mitt árið 1986 þegar Supran og Celican fóru hver í sína átt. Celican varð sportlegur framhjóladrifsbíll, en Supran varð afturhjóladrifinn GT bíll (3 gen). nú var hægt að fá bílinn með 3 lítra 200ha vél (7mGE), sjálfstæð Mcperson fjöðrun allan hringinn og einnig diskabremsur. 1987 var síðan hægt að fá 230ha Turbo vél (7mGET) og ABS bremsur, einn af fyrstu fjöldaframleiddu sportbílunum sem kom með þannig búnaði.

1993 kom síðan 4 kynslóð Suprunar og einnig sú síðasta. Með þessari útgáfu vildu menn hjá toyota fara upp um eitt stig eða svo og kynntu til sögunar twin turbo 3L vélina sem á sínum tíma var kraftmesta vél sem hægt var að fá orginal í japönskum bíl eða 320 hestöfl. Einnig var hægt að fá 220 hestafla vél án túrbínu. Það var síðan sorgarárið 1999 sem toyota tók Supruna úr framleiðslu, þar sem salan gafði minkað og mengunnar kröfur orðnar miklar, hún var samt framleidd áfram fyrir Japans markað en engu var breytt.

Þessi bíll mun alltaf skipa stóran sess hjá mér þar sem í raun var um að ræða fyrsta bílinn minn (sierrur ekki teknar með) :) og þótt hún sé ekki kraftmesti bíll í heimi eða endilega fallegust hefur hún ákveðin sjamra og ekkert nema gaman að keyra hana :)