Peugeot 205 GTi/CTi: 1984 - 1994 Í Apríl árið 1984 seldist fyrsti Peugeot 205 GTi bílinn í Bretlandi. Þetta var bíll sem flestir ef ekki allir bíla- og ralláhugamenn líta upp til en þann dag í dag.
Fyrsta útgáfan af þessum bíl var frekar hrá, ekkert vökvastýri, lítil sem engin hljóðeinangrun, honu var einungis ætlað eitt aðalhlutverk, að keyra hratt.
Í þessum litla bíl var 1.6 vél sem skilaði 105 hestöflum, en einnig var hægt að fá 205 CTi með 115 hestafla vél og með blæju.

En með 1.6 vélinni var ekki öll sagan sögð.
Í desember 1984 kom á markaðinn 205 GTi með 1.9 vél sem skilaði 130 hestöflum. Í þessum bíl voru Peugeotmenn farnir að auka þægindinn, en létu hann samt minna kaupendur á að þarna var tryllitæki á ferð sem skaut ökumanni sínum í 100 km/h á aðeins 7.5 sekúndum.

Fátt breyttist í hönnun 205 GTi og CTi næstu 6 árin. Breytt inrétting, vökvastýri og hvarfakútur urðu aukahlutirog smávægilegar útlitsbreytingar voru gerðar á ljósabúnaði bílsins svo eitthvað sé nefnt.

Í september 1992 var framleiðslu á 1.6 GTi bílnum hætt og hvarfakútur varð staðalbúnaður á 1.9 bílnum sem minnkaði hestaflafjölda bílsins niður í 122 hestöfl.
Nokkrar Limited Editions voru gerðar af GTi bílnum, en svo var framleiðslu GTi og CTi bílanna hætt í apríl 1994, tíu árum eftir að fyrsti 1.6 bílinn leit dagsins ljós.
nossinyer // caid