Nokkuð hefur borið á óábyrgri notkun á admin lykilorði á BF1942 þjóni Simnet síðustu daga, svo ekki var á annað kosið en að breyta lykilorðinu, og endurúthluta því. Handhafar lykilorðsins (_aðeins_ þeir sem fengu það frá mér, aðrir voru að nota það í óleyfi) mega líta á #simnet-rcon.bf á IRCnet (key er gamla admin passwordið), svo við getum rætt málin.

Í kjölfarið verður komið upp notkunarreglum/guidelines sem handhöfum ber að fara eftir, og fleiri virkum og traustum leikmönnum mögulega úthlutað þessum réttindum.

En ég ítreka, þeir sem komast hafa yfir lykilorðið með “röngum” hætti eru ekki velkomnir í þennan vinnuhóp, og munu jafnframt koma upp um sig ef þeir láta sjá sig.

Núverandi lykilorðið hættir að virka eftir endurræsingu á þjóninum eftir að hann tæmist í kvöld/nótt. Markmiðið er vitaskuld að sem flestir fái notið leiksins, og þeirrar þjónustu sem við erum að bjóða upp á.

Kv,
Smegma