Lesið reglur skjálfta: <a href="http://www.skjalfti.is/reglur“>www.skjalfti.is/reglur</a>

Við þær hef ég að bæta:

Leikmenn sem vísvitandi eða ítrekað teamkilla eða skaða teammates á BF þjónum Skjálfta, hver sem ”tilgangurinn" er, verða umsvifalaust bannaðir af öllum BF1942 og Quake þjónum okkar, að jafnaði í 1-3 mánuði. <b>Gildir þar einu hvort viðkomandi spilar frá eigin tengingu, eða frá stað sem leigir leikmönnum spilunaraðstöðu</b>. Talsverður hluti leiðindanna hefur einmitt átt sér stað frá Ground Zero og K-lan.

Vilji slíkir spilunarstaðir eiga möguleika á að losna við bönn sem vandræðagemlingar hjá þeim geta orsakað, skulu þeir senda tölvupóst á quake3 at simnet punktur is, þar sem tiltekin eru nick og/eða prívat IRC rásir starfsmanna eða umsjónarmanna á staðnum, <b>sem stóla má á að geti innan fimm mínútna fundið brotlega leikmenn sem stjórnendur Skjálftaþjóna vilja losna við, og gert sitt besta til að tryggja að þeir spili ekki framar á þjónum okkar</b>. Verði misbrestur á þessu (þ.m.t. fimm mínútna viðbragðstíma), verða IP tölur eða net viðkomandi staðar bönnuð, á nákvæmlega sama hátt og IP tölur eða net reglubrjóta almennt.

Persónulega er mér slétt sama um hverjir eru á bakvið IP tölur sem reglubrjótar koma frá. Abusive IP er abusive IP, og lít ég á þetta sem viðvik af minni hálfu til að létta viðkomandi stöðum að bregðast við misnotkun á netum sínum (án þess að það bitni á öllum viðskiptavinum þeirra), og engan veginn sjálfsagðan hlut eða þjónustu. Stjórnendur annarra leikjaþjóna Simnet (en Bf1942) hafa áfram sína hentisemi í þessum málum.

Smegma