Nafn?

Guðjón Örn Magnússon 27 ára frá Hornafirði

Ertu í námi eða vinnu? Ef svo er hvar?

Er á þriðja ári á menntavísindasviði Háskóla Íslands (grunnskólakennaranum). Bý í sveit og tek þar þátt í að reka gistiheimili, veitingastað og húsdýragarð. Núna í vetur er ég á fullu í náminu en kenni líka einn áfanga (Nát123) við Framhaldsskólan í Austur-Skaftafellssýslu.

Nick?

Þegar ég var að spila MOHAA á lönum hér í gamla daga, þá hét ég stundum Joseph Porta, eftir söguhetju í bókaröð eftir Sven Hazzel um illræmda skriðdrekasveitarhermenn. Síðan þegar ég fór fyrst online í cod 2, þá taggaði ég upp undir nafninu “Joseph” upp og hef haft það tagg í rúm 5 ár núna (Hefur reyndar verið JosepH núna í 3 ár.)

Hvernig vél spilaru á og tengingu?

Spila á Ljótustu vél heims, jafnan kölluð “Járnfrúin”. Kassinn er alskreyttur Iron Maiden límmiðum, kók og tyggjóklessum og fleira góðgæti en þessi turn hefur fylgt mér í 11 ár núna. 2.8 ghz Quad core Amd 630 örgjörvi, 2 gb minni, Geforce 9800 Gtx overclocked 1 gb skjákort (flöskuhálsinn á vélinni í dag) og þrír harðir diskar. Var að fjárfesta í jaðartækjum frá Team Thermaltake, svosem Mús (black gaming mouse),Headsetti(Shock One) og Dasher músamottu. Tengingin mín er síðan rusl, en hún er um 3 megabita þráðlaus örbylgjulink
sem fer um 20 km vegalengd frá Næsta kaupstað(Höfn) og inn í sveit til mín, samt oftast nokkuð stable.

Hvað hefuru spilað lengi?

Hef spilað leiki núna í 22 ár. Byrjaði í dos árið 1989, í tölvu sem bróðir félaga míns átti. Þegar við vorum 6-8 ára spiluðum við Larry 1 grimmt ásamt Wolfenstein 3d! Síðan lá leiðin yfir í Street Rod, Prince of persia, lemmings og fleiri góða. Á sama tíma var maður svo á kafi í NES,SNES og Sega Master systeminu. Þar voru Double Dragon, Turtles 2, Super Mario Bros 3 vinsælastir.

PC tölvu fékk ég svo í fermingargjöf og fór ég þá fljótlega að fá áhuga á því að spila á móti öðrum í skotleikjum. Ég hafði unun af því að spila á móti pabba hér heima í quake, Unreal Tournament, Mohaa og þessum leikjum og fór á hvert einasta lan sem ég komst á. Þá var ekki nokkur nettenging að ráði náttúrulega hér í sveitinni, svo ég gat ekki verið partur af neinu samfélagi. Síðan að lokum rambaði ég inn í cod2 samfélagið þegar það átti stutt eftir.

Ertu í clani?

Já ég stofnaði liðið “Team Superior” sumarið 2007 og það hefur sjaldan verið jafn lifandi :) Við erum undir tagginu DreaM Gaming atm semsagt í multigaming orgi.

Hvernig er lineupið hjá liðinu sem stendur?

JosepH
Hkz
Austar/Blackout
Clix
Krizzi
Omerta -inactive
Lazymoo
Knudsen
Ingvar -inactive

Hverjar eru framtíðarhorfur þínar gagnvart Battlefield 3?

Held þessi leikur hafi gífurlega mikið potential til að verða vinsæll leikur og draga mikið af þessum “casual cod public spilurum” á milli leikja. Held að betan hafi nú ekki sýnt nema smá bita af þeirri ljúffengu köku sem spilarar koma til með að gæða sér á þegar leikurinn kemur út. Persónulega þykja mér vélbúnaðarkröfurnar ansi grimmar til að runna leikinn. Hvað liðaspilun í þessum leik verður það einfaldlega að koma í ljós hve vinsæll hann verður á competitive skala, en hann virðist hafa alla burði til að veita mönnum ómælda ánægju á því sviði (Caspian Boarder). Einhverjir okkar í liðinu komum eflaust til með að kaupa þennan leik (allavega mun ég gera það) og prófa að taka spil með íslendingum.

Spilaðiru betuna?

Ég spilaði betuna eins og ég gat. Fór reyndar ekki upp í nema lvl 13 eða 14, en nóg til að geta myndað mér skoðun á gameplayinu. Byssurnar svaka vel balanced imo og leikurinn runnaði oftast smooth (Nema í Caspian Boarder sem crashaði alltaf hjá mér.) Mikil vinna hefur verið lögð í þessi möp, og þori ég aðeins að vona að operation Metro sé með þeim lakari í leiknum, þrátt fyrir að það sé svosem ágætt :) Ætla að skella 8/10 á betuna sökum þess að ég átti helling af sweet ak74 rushum og fyrir að hafa gefið mér svakalegustu adrealín tilfinningu í skotleik síðastliðin 3 ár eða svo, þegar ég rushaði niður á longið hjá vatninu í Operation Metro, kom í hliðina á fimm sniperum sem allir lágu þar saman í haug bakvið tré og hnífaði þá alla :D:D:D

Hefuru spilað aðra leiki í Battlefield seríunni?

Nei það er skömm að því að segja að ég spilaði bara Battlefield 2 á lani hjá félaga mínum einu sinni :S

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ég sem codari fagna því að hér á landi sé í mótun samfélag í öðrum skotleik en cs leikjunum. Cod4 samfélagið hefur dvínað svo mikið að í dag eru 3-4 lið starfandi og 70 prósent active spilara koma frá mínum heimabæ Höfn í Hornafirði.(voru 16 lið þegar mest var) Hér erum við með ómótaðan leir í höndunum og þakka ég ykkur fyrir að óeigingjarnt starf við að promota leikinn og sýna metnað í fréttaflutningi tengdum leiknum. Ef þetta gengur allt að óskum verðum við hér með stórt og öflugt íslenskt samfélag sem verður gaman að vera partur af. PS3 og xbox hefur verið að drepa skotleikjasamfélagið á íslandi, en þar sem þessi leikur er gerður með pc spilara í huga höfum við tækifærið til að gera þennan leik vinsælan hérlendis. Ætla að nota tækifærið líka og þakka meðspilurum mínum í Superior fyrir að vera frábærir á allan hátt ;* Að lokum þakka ég whiMp fyrir spjallið og sé ykkur á Vertigo servernum þegar leikurinn er kominn út.