Þetta er allveg ótrúlegt hvað sumir einstaklingar eru óþroskaðir hérna.

Byrjaði á því að ég ásamt nokkrum öðrum vorum að taka til baka aðal stöðina okkar og ég var á skriðdreka. Mér tókst að drepa seinasta óvininn og frétti svo síðar að ég hefði óvart drepið einn annan með mér í liði.

Ég frétti það með því að þessi fáviti spawnaðist aftur í stöðinni og stökk upp í næsta skriðdreka og byrjaði að skjóta á mig, ég áttaði mig ekki á því hver var að skjóta svo ég skipti yfir í annan skriðdreka sem var allveg heill. En nei, hann heldur áfram að skjóta á mig sama þó ég sjái hann og hann sjái mig og hann sér að ég er ekki að skjóta á hann. Endar auðvitað með því að ég drepst.

Eftir þetta spurði ég hvað í helvítunum hann var að gera og þá fékk ég að vita að ég hafði drepið hann, og ástæðan fyrir því að hann drap mig, nú auðvitað því ég sagði ekki sorry eftir að ég drap hann óvart.

Eftir þetta fór ég að fylgjast með samtölum fólksins þarna og þá var þetta bara normal. Fólk að rífast yfir því þegar vina hermaður drepst óvart í árás og ég tók eftir því að nokkrir voru dreppnir útaf því.


Hvernig væri það að fólk sætti sig bara við að drepast öður hvoru af friendly fire, og kvarta ekki fyrr en það er farið að gerast oft eða að það sé augljóst að spilarinn drap þig viljandi.

Tók nefnilega oft eftir því á demo servernum að þegar einhver var að leika sér að drepa meðspilara sína að þá fór einhver annar að drepa playerkillerinn, og aðrir sáu það og fór að drepa þann sem drap playerkillerinn. Þetta stoppaði ekki fyrr en leikurinn var búinn.

Er til of mikils ættlað að fá smá þroska inní leikina??
_______________________