Daginn, ég var að ná mér í demoið af bf1942, og það er svolítið vandamál hjá mér. Þegar ég ætla inní leikinn, þá vinnur talvan í smástund, og hættir því svo og fer ekkert inní leikinn. Veit einhver hvert vandamálið er hjá mér? Hefur þetta komið hjá fleirum ?

Talvan min er ekkert stórkostleg, en hún er svona:

Aopen 733 mhz coppermine
32 mb Riva Tnt 2 skjákort
128 mb RAM
nóg pláss
þarf meira.. ?

Þess má geta að ég er með svona alias á irc, sem sýnir hversu hratt örgjöfinn er að vinna, og sýnir hann þá alltaf um 500 mhz, sem mér finnst dálítið skrýtið, því ég er með 733 mhz örgjörva.

Ég væri mjög sáttur ef einhver sem hefur mikið vit á þessum hlutum gæti kannski gefið mér einhver ráð um þetta.

Takk.