Þegar þið keyrið leikinn sjálfann upp þá koma svona ýmis intro ef ykkur leiðist að vera alltaf að horfa á sömu introin, þá getið þið farið í battlefield 1942/movies möppuna, og renamað alla fælana í .old eins og ‘background.old’.
Einnig fyrir þá sem lásu ekki v1.1 readme fælinn, þá er hægt að opna battlefield 1942/settings möppuna, og opna ‘VideoDefault.con’ skránna með notepad/wordpad. Neðst í skránni er skipun sem stendur: renderer.allowAllRefreshRates 0
Setja síðan bara 1 í staðin fyrir 0 og svo save. Næst þegar þið keyrið leikinn þá getið þið farið í video settings og stillt hvernig upplausn og refresh ratið, eins og: 1024x768@100hz
(Refresh ratið er mismunandi fyrir hverja upplausn eftir því hvernig skjá og skjákort þið eruð með). Það er einnig líka önnur skipun í VideDefault.con sem heitir: renderer.fieldOfView 1
Ég veit reyndar ekki hvað þessi skipun gerir, hef ekki prófað hana ennþá en mig grunar að þetta taki graphical user interface af, sem sagt, bara auður skjár. Kannski aðallega úthugsað fyrir að taka screenshot eða movies. Well, thats all :)