Mikilvægir hlutir í Battlefield 1942.

Að mínu mati þá eru 2 aðalatriði í þessum leik;

Nr.1.

Að það séu jöfn lið; Þá sé alltaf verið að berjast um basein og það heldur bara áfram. Frekar leiðilegt þegar annað liðið eru með miklu betri menn og vinna strax öll basein. Þess vegna legg ég til að liðin hugsi útí það að skipta jafnt í lið.


Nr.2. Að það sé gott teamplay;
Eins og þegar maður byrjar lengst í burtu frá hinum og gerir “requesting pickup!” þá ætti einhver að koma og sækja mann, það er frekar leiðilegt þegar hinir spila, þá er maður að labba yfir allt mappið. Og líka þegar maður biður um hjálp eða bara að hinir kallarnir komi og hjálpi sér á einhvern hátt, ættu þeir að koma! En það getur eyðilagt fyrir manni alla skemmtun ef að fólk er ekki tilbúið að vinna með öðrum í leiknum (því leikurinn snýst útá það).


P.S. Síðan vil ég bæta við að það ætti að kicka gaurum sem teamkilla kannski 5 sinnum í einu mappi. Og jafnvel banna þá um tíma.