Engar mountaðar vélbyssur í Battlefield 3 Í fyrrum Battlefield leikjunum hafa verið staðir í borðinu þar sem að þar voru fastar vélbyssur
sem að spilarar gátu notað til að verja svæðið, en það tilheyrir sögunni því að í Battlefield 3
verður það ekki. Þar sem að flest vopn eru núna með bipod þýðir það að þú getur núna skellt þeim
niður á flesta fleti í borðinu. Þetta er samkvæmt Alan Kertz sem vinnur hjá DICE.

Allar léttar vélbyssur í Battlefield 3 hafa þann eiginleika að geta verið skellt niður næstum hvar
sem er með bipod, og flestir riflar munu geta það líka ásamt sniperum. Vegna þessara breytinga
skilur það MGs eftir frekar tilgangslausa, en hver mun ekki sakna þeirra þar sem að það hefur verið
í flestum leikjunum hingað til. En þeir munu ennþá hafa TOW anti-vehicle eldflaugar.