Jæja, mér þætti gott ef einhver gæti hjálpað mér við smá vandamál sem ég á við.

Það er þannig að ég keypti mér nýja og miklu betri tölvu fyrir svona tveimur mánðuðum síðan og hef ég getað spilað alla leiki án vandræða, en ég installaði fyrir skömmu BF: Vietnam og patchaði í nýjustu útgáfu, var búinn að hlaupa um skjóta í bestu gæðum, með helling af bottum þó, en svo þegar eitthvað skyndilegt gerist þá frýs leikurinn! Ekki tölvan, heldur bara leikurinn, en ég þarf yfirleitt að endurræsa tölvuna aftur. Þetta gerist alltaf eftir svona örfáar mínútur.

Í gær installaði ég BF1942 og tveimur aukapökkunum hans og patchaði upp í nýjustu útgáfu. Svo loada ég map og fer að spila (með bottum til að rifja upp), en svo frýs hann þegar eitthvað skyndilegt gerist! Og aftur, og aftur, og aftur! Ég hef samt náð að ýta ctrl+alt+del og skökkva á leiknum sjálfum, en hefur einhver hugmynd hvað er að?

Öll ráð eru vel þegin.

Tölvan mín er eins og þessi hérna…
http://www.att.is/product_info.php?cPath=49&products_id=2277
en ég tvöfaldaði vinnsluminnið og er með 500GB harðann disk.

Með fyrirfram þökk, Kalashnikov.